Búnaðarrit - 01.06.1970, Page 48
422
BÚNAÐARRIT
I. verðlaun B hlutu, raðaS eftir stafrófi:
Nafn og aldur Eigandi
Kollur, 2 v......Jóhann Þorsteinsson, Svínafelli, Hofslireppi
NjöriVur, 3 v. .. Þorleifur Hjaltason, Hólum, Nesjahreppi
Svo sem að framan greinir, var Njáll frá Tjörn dæmd-
ur bezti lirútur sýningarinnar. Fað’ir ltans, Grásteinn frá
Reyðará, er m. a. þekktur fyrir stóran og glæsilegan
sonahóp, enda synir lians víða dreifzt um Mýra- og Borg-
arhafnarhreppa. Sjálfur hafði Grásteinn tvívegis hlotið
I. verðlaun fyrir afkvæmi. Bleikja móðir Njáls er þekkt
lirútamóðir og sjálf hlaut hún I. verðlaun fyrir afkvæmi
árið 1967. Að Njáli standa því sterkir stofnar. Mestu
kostir Njáls eru sterk og mjög vel holdfyllt yfirlína, en
nokkuð skortir á, að fótabygging sé nægilega sterk.
Jafn að stigum, en annar í röð var Jökull frá Hofi,
Drafnarson Guðlaugs Gunnarssonar í Svínafelli. Drafnar
var dæmdur bezti lirútur á sýningu í Hofshreppi árið
1967 og lilaut þá uni leið viðurkenningu úr Minningar-
sjóði Bjarna Guðmundssonar sem bezt gerði lirútur í
A.-Skaftafellssýslu það ár. Jökull er jafnvaxin og vel
gerð kind. Mestu verðleikar Iians eru ullargæði, sem nán-
ar verður vikið að síðar, aftur á móti skortir Jökul fyll-
ingu í læri, og fælur eru of háir og varla nógu sterkir.
Frammistaða Jökuls vakti eftirtekt sýningargesta og
gerði þátt öræfinga í sýningunni mikilvægan.
Af þeim 8 hrútum, sem hlutu lieiðursverðlaun á sýn-
ingunni, voru 6 að meira eða minna leyti ættaðir frá
Holti í Þistilfirði, er það í samræmi við fyrri reynslu,
að fé þaðan skarar fram úr á sýningum. Ekki er grund-
völlur á samanburði við fyrri sýningar, þar sem miklu
færri hrútar voru sýndir nú en áður. Dregur sii tilhögun
að sjálfsögðu mjög tir gildi sýninga slíkra sem þessarar.