Búnaðarrit - 01.06.1970, Blaðsíða 52
426
BUNAÐARRIT
lirútar me3 gulan lit á skæklum, en í III. flokk lirútar
með rauðgular illliærur í reyfinu. Hrútum í I. og II.
flokki skyldi síðan raðað eftir ullargerð, og var þá sótzt
eftir jafnri toglengd, vel liðuðu og gljáandi togi ásamt
þéttum og vel liðuðum þelfæti.
Úrslit urðu þau, að í I. flokk fór aðeins einn hrútur,
Jökull, 1 v. Bjama Sigjónssonar á Hofi í öræfum.
Jökull er með skjannahvíta ull, vel liðað og mjög vel
gljáandi tog og sterka ull. Jökull fékk heiðursverðlaun
á héraðssýningunni og var annar bezti hrúturinn þar.
Er það mikið ánægjuefni, að saman skuli fara ágætt
byggingarlag og framúrskarandi ullargæði í svo vel hvít-
um lirút, og er þess að vænta, að Jökull geti liaft mikil
áhrif á ullargæði fjárstofnsins í Austur-Skaftafellssýslu
á næstu árum.
I II. flokk fóru 6 hrútar, og var hrútunum í þessum
flokki raðað eftir ullargæðum. Beztur þeirra var Bjart-
ur, 2 v., Benedikts Stefánssonar á Hvalnesi, með vel
liðað tog, sæmilega þelmikla ull og fallegt ullarlag. Næst-
ur honum kom Hrókur, 1 v., Þorsteins Geirssonar á
Reyðará, sem hafði þelmikla og fína ull, en toglitla, og
þriðji var Lindi, 3 v., Benedikts Stefánssonar á Hvalnesi,
með allvel liðaða ull, en tog í grófara lagi. Sá fjórði var
Þokki, 3 v., Guðjóns Þorsteinssonar á Svínafelli, sem er
ullarrýr, en með mjög þelfína og gljáandi ull og toglitla.
Fimmti varð Svanur, 1 v., Þorsteins Geirssonar, Reyðará,
með gljáalítið og fremur gróft tog, en fallegan þelfót,
og sjötti varð Austri, 5 v., Steins Þórhallssonar á Breiða-
hólstað, sem enn hefur allmikla ull og fremur góða, en
nú eru farin að sjást stök dökk hár í ull á honum. Austri
var dæmdur 2. ullarbezti hrúturinn á héraðssýningu í
Austur-Skaftafellssýslu haustið 1965.
í III. flokk fóru alls 22 hrúlar, og var þeim ekki raðað.
Taflan hér á eftir sýnir fjölda og hundraðshluta hrúta
í hverjum ullarflokki haustin 1965 og 1969.