Búnaðarrit - 01.06.1970, Page 54
Sauðfjárræktarfélögin 1967—68
Eftir Svein Hallgrímsson
I. Fjöldi. Skýrslur bárust frá 86 fjárræktarfélögum yfir
starfsemi skýrsluárið 1967—’68, og var það fimm félögum
færra en árið áður. Tvö félög, sem ekki sendu skýrslur
fyrir 1966—’67, senda nú skýrslur, og eru það Sf. Hlíðar-
lirepps og Sf. Egilsstaða- og Eiðalirepps, svo alls liafa þá
fallið út sjö félög, sem sendu skýrslur fyrir 1966—’67.
Félagsmenn í þessum 86 félögum eru 751. Skýrslufærðar
ær eru 41.380. Þetta er fjölgun um 2687 ær frá árinu
áður, sem er gleðilegt, en þó of lítið. Meðalærfjöldi félag-
anna er því 481 ær. 107 ær farast frá hausti til byrjunar
sauðburðar, og koma ekki með við útreikning á afurðum.
II. Þungi. Á skýrslum eru upplýsingar um þunga 27750
áa bæði liaust og vor, og vega þær að meðaltali 58.6 kg
haustið 1967, sem er rúmu bálfu kílói meira en haustið
1966. í ] )rem félögum vega ærnar meira en 65 kg að
meðaltali í október, og eru félög þessi öll á Suðurlandi.
Vænstar eru ærnar í Sf. Hnífli í Fljótsblíð eða 67.7 kg.
Næst koma Sf. Gaulverjabæjarbrepps með 67.4 kg og
Sf. Hrunamanna, en þar vega ærnar að meðaltali 66.6 kg.
Þyngdaraukning ánna frá Iiausti til vors er 7.2 kg á móti
6.4 kg árið áður í II félögum þyngjast ærnar meira en
10 kg á þessuni tíma og mest í Sf. Mýrahrepps 12.9 kg.
I þrem félögum léttast ærnar frá hausti til vors.
III. Frjósemi ánna. Fædd voru 156 lömb eftir 100 ær,
og til nytja komn 148 lömb eftir 100 ær, er þetta einu