Búnaðarrit - 01.06.1970, Síða 70
Skýrslur
nautgriparæktarfélaganna 1968
Eftir Ólaf E. Stefánsson
Árið 1968 voru starfandi 75 nautgriparæktarfélög, er sent
hafa skýrslur til Búnaðarfélags Islands fyrir það ár. Eru
þau tveimur fleiri en árið 1967, en þess ber að geta, að
skýrslur frá Nf. Mýralirepps í V.-lsafjarðarsýslu fyrir árið
1967 urðu síðbúnar, svo að það félag féll niður af skrá
yfir félögin á því ári, og eru niðurstöður þaðan ekki
felldar inn í meðaltöl úr félögunum 1967. Það ár áttu
8 félagsmenn í Mýrahreppi 17 kýr. Fullmjólkandi voru
13 kýr, og var meðalnyt þeirra 3429 kg, en kjarnfóð-
urgjöf 395 kg. Árskýr voru 15,3, og meðalnyt þeirra
3387 kg. Auk skýrslnanna 1968 frá liinum 75 félögum
bárust skýrslur frá einstökum bændum í 17 öðrum sveit-
um, þar sem færri en 6 bændur standa að skýrsluhaldi.
Þessar sveitir eru: Vatnsleysuströnd, Garðalireppur, Kjal-
arnes, Staðarsveit, Eyrarsveit, Laxárdalur og Saurbæjar-
hreppur í Dalasýslu,Reykjarfjarðar]ireppur, Bæjarhrepp-
ur í Strandasýslu, Staðarlireppur í V.-Húnavatnssýslu,
Staðarlireppur í Skagafirði, Seyluhreppur, Viðvíkursveit,
Rípurhreppur, Holts- og Haganeshreppar og Egilsstaða-
breppur. Teljast skráðar kýr í þessum sveitum með
skýrslufærðum kiím í sambandi við kynbótastarfsemi.
Tala bænda í félögunum, sem lialda skýrslur, var
óbreytt frá árinu áður, þ. e. 936. Þeir áttu samtals 14944
kýr, og cru þær 57 fleiri en árið 1967. Meðalfjöldi kúa
á félagsmann var 16,0 kýr. Skýrslur voru haldnar yfir
40,5% af kúm landsmanna miðað við tölu kúa á liaust-
nóttum 1968, og er það 0,7% liærra en árið á undan.