Búnaðarrit - 01.06.1970, Blaðsíða 71
NAUTGRIPARÆKTARFÉLÖGIN 445
Árin 1963, 1964, 1965 og 1967 voru hvert um sig metár
í afurðasemi skýrslufærðra kúa, og varð stórliækkun á
nythæð 1967 án þess að mjólkurfita lækkaði. Var því
hæpið, að á árinu 1968 myndu nást eins háar meðalaf-
urðir, en þetla fór þó á annan veg. Meðalnyt fullmjólk-
andi kúa hækkaði um 31 kg og nam 3797 kg, mjólkur-
fita þeirra hækkaði um 0,02 liundraðshlula einingar og
náði 4,06%, og fitueiningar liækkuðu um 201 og voru
15416. Meðalnyt reiknaðra árskúa liækkaði um 50 kg
og reyndist vera 3599 kg. Þannig hefur það ennþá einu
sinni gerzt, að mcSalafur&ir, hvort scm niiiiat) er við
mjólkurmagn, mjólkurfitu eða fitueiningar, hafa aldrei
orðið hœrri en síðasta áriS, sem gert hefur veriS upp.
Kjamfóðurgjöf lækkaði þó aðeins eða um 18 kg að meðal-
tali og nam 692 kg á fullmjólkandi kú. Mjólk var fitu-
mæld úr 8453 fullmjólkandi kúm auk annarra. Kjarn-
fóðurgjöf reiknast af 6349 fullmjólkandi kúm.
Yfirlit um starfsemi nautgriparæktarfélaganna 1968 er
í töflu I. Hæstar meöalafurðir miðað við fitueiningar eftir
fullmjólkandi kýr liöfðu þessi 20 félög: Nf. Skutulsfjarð-
ar 19533, Bf. Hjaltastaðarhrepps 18065, Nf. Búbót, Ása-
hreppi 17407, Nf. Svarfdæla 17375, Nf. Hálslirepps 17354,
Nf. Árskógsstrandar 17252, Nf. Skútustaðahrepps 17244,
Bf. Svalbarðsstrandar 16937,Nf. Grýtubakkahrepps 16893,
Bf. Ljósvetninga 16816, Nf. Glæsibæjarlirepps 16685,
Nf. öxndæla 16660, Nf. Hrafnagilshrepps 16601, Nf. Ak-
ureyrar 16593, Nf. Öngulsstaðahrepps 16561, Bf. Bárð-
dæla 16382, Bf. Ófeigur, Reykjahreppi 16242, Nf. Djúp-
árlirepps 16180, Bf. Reykdæla 16111 og Nf. Holtalirepps
16049. Á samsvarandi skrá fyrir árið 1967 voru 18 félög,
og eru þau öll á þessari skrá, og sést á því, hvernig sömu
félögin iialda svipuðum sætum ár frá ári. Aðalbreytingin
síðustu árin er sú, að hin kunnu félög í Árnessýslu ná
ekki hlutfallslega sömu sætum og þau liöfðu lengi, og er
ekkert þeirra með 16000 fe meðaltal eða yfir nú. Þó
vantar sums staðar aðeins herzlumuninn svo sem í Hraun-