Búnaðarrit - 01.06.1970, Side 95
LANDBÚNAÐARSÝNINGIN 469
þær liefðu komið sér sainan um, hvemig haga hæri ein-
stökum þáttuni á sýningunni, innan þeirra verksviða.
Landbúnaðarvélainnflytjendur höfðu með sér samstarf
varðandi þátttöku í sýningunni. Nokkrir viðræðufundir
áttu sér stað milli þeirra og framkvæmdastjóra og for-
manns sýningarstjórnar. Forráðamenn fyrirtækjanna
töldu sýningartímann illa valinn með tilliti til þátttöku
þeirra í sýningunni, og um skeið virtust þeir helzt liallast
að því að taka ekki þátt í sýningunni, nema ]>á með eina
dráttarvél og smá sýningastúkur. Sýningarstjórnin ákvað
að úthluta vélainnflytjendum sýningarsvæði án leigu-
gjalds, og að vinna að því, að vélarnar þyrfti ekki að
tollafgreiða meðan á sýningunni stæði. Ennfremur bar
sýningin sjálf allan kostnað af raflögn að svæðinu og
eftirlitsmanni með vélunum, afgreiðslu þeirra úr geymsl-
um skipafélaga og afhendingu þeirra aftur að lokinni
sýningu. Sýningin greiddi til tollstjóra, tryggingafé að
upphæð 100 þúsund krónur, sem var endurgreitt að lok-
inni sýningu að frádregnum 9000 krónum, sem var
kostnaður tollgæzlunnar. Þennan kostnað var ætlun að
fá endurgreiddan lijá vélainnflytjendum, en aðeins tveir
hafa viljað viðurkenna þessa kröfu sýningarinnar, en sá
hluti, sem farið var fram á, að vélainnflytjendur greiddu,
var ekki nema brot af þeim kostnaði, sem sýningin hafði
vegna vélasýningarinnar. En eftir að vélainnflytjendur
ákváðu að taka þátt í sýningunni, gerðu þeir það myndar-
lega og mun betur en búizt hafði verið við, vegna slæmr-
ar afkomu þeirra þá og minnkandi vélasölu.
Blómaframleiðendur kusu nefnd til viðræðna við sýn-
ingarsljórnina. Fór hún fram á að fá til umráða megnið
af anddyri Sýningarhallarinnar, endurgjaldslaust og
einkarétt á Idutaveltu sýningardagana. Þessi krafa var
ekki samþykkt, en í stað þess var þeim boðin greiðsla,
sem næmi helming af gildandi leigugjaldi vegna endur-
nýjunar á ldómum meðan á sýningunni stæði, og jafn-
framt, að þeir gætu aflað sér tekna með hlutaveltu,