Búnaðarrit - 01.06.1970, Page 99
LANDBÚNAÖARSÝNINGIN
473
Með eftirgangsmunum tóksl aft' safna 73 auglýsinga-
síðum. Nœst var að fá upplýsingar um þátttakendur í
sýningunni, en ætlunin var að gera þeinx góð skil, þannig
að skráin gæti orðið heimildarrit um félög, stofnanir og
fyrirtæki, sem tóku þátt í sýningunni. Búfjárræktarráðu-
nautarnir önnuðust þann kafla sýningarskrárinnar, sem
fjallaði um búfjársýninguna.
Skráin var 264 blaðsíður. Hún var sett og prentuð í
Prentsmiðju Jóns Helgasonar, og bundin í Bókbindar-
iinum lif. Útlit annaðist frú Kristín Þorkelsdóttir.
Sýnendur
Ákveðið var að bjóða sýningarsvæðið lil leigu bæði í Sýn-
ingarböllinni og á útisvæðinu. Sýningarstjórnin ákvað
sýningargjöld jafnbá og þau voru á Iðnsýningunni 1966.
Þátttökugjald var ákveðið kr. 2.000,00, en leigugjald kr.
2.000,00—3.000,00 á m2 í Sýningarliöllinni. Ef sýningar-
rými var stærra en 20 m2, var gjaldiö kr. 2.000,00, en ef
það var minna en 5 m2, þá var það 3000,00 kr., en milli-
verð greilt fyrir sýningarrými frá 5—19 m2. Ennfremur
var ákveðið leigugjabl fyrir útisvæðið, en síðar var
fallið frá því, en aðeins tekið þátttökugjald af þeim
aðilum, sem tóku þátt í útisýningunni. Fyrstu dagana
í nóvember voru send bréf til 247 aðila, og þeim boðin
þátttaka í sýningunni. Frestur til að tilkynna þátttöku var
settur til 15. des. I lok desember böfðu örfá svör borizt.
Um miöjan janúar var þeim fyrirtækjum, sem ekki liöfðu
svarað, sent annað bréf. Erfiðlega gekk að fá forráða-
menn fyrirtækja og stofnana til að taka endanlega
ákvörðun um þátttöku í sýningunni. í janúar hafði ekki
verið ráðstafað nenia þj af Sýningarböllinni.
Sýningarstjórnin fékk tilmæli frá vélainnflytjendum og
Sambandi íslenzkra samvinnufélaga um að fresta sýn-
ingunni, þar sem fjárliagur þeirra væri með versta móti.
Þessi afstaða var skiljanleg, því óneitanlega er mikill
kostnaður við að koma upp stórri sýningarstúku, eða