Búnaðarrit - 01.06.1970, Page 100
474
BÚNAÐARRIT
mikilli vélasýningu. Stjóm sýningarinnar gat ekki fallizt
á frestun, og niðurstaðan varð sú, að þessir aðilar tóku
myndarlegan þátt í sýningunni. Mikillar varkárni gœtti
hjá flestum að binda sig við ákveðið rými inn í Sýningar-
höllinni, en þó tókst að lokum að ráðstafa öllu innisýn-
ingarrýminu. Þegar aðeins voru eftir 4 vikur fram að
opnunardegi, hættu tvö fyrirtæki við þátttöku og tvö
önnur minnkuðu við sig sýningarrými. Þó tókst að fylla
í skörðin, en tæpara mátti það ekki standa. Alls urðu
sýnendur inni 58, auk þeirra, sem leigðu aðeins veggrými.
Á myndinni á hls. 466 sézt skipulag í aðalsal og anddyri,
en á veitingapalli voru tveir sýnendur, Kvenfélagasam-
band Islands og Bókaútgáfan Þorri sf. I kjallara voru
þróunar- og hlunnindadeild og deild veiðistjóra, en þess-
ar deildir kostaði sýningin að öllu leyti.
ÚtisvæSiS
Strax var ljóst, að mikið mundi kosla að ganga þannig
frá útisvæðinu við Sýningarliöllina að liægt yrði að nota
það fyrir útisýninguna. Upphaflega var gert ráð fyrir,
að útisýningin yrði á svæðinu beint fyrir framan liöllina
og vestur að Reykjavegi. Þar sem sáð hafði verið í land-
ið vorið 1967 og gróðursett tré, var Laugardalsnefndin
því mótfallin, að það svæði yrði notað. Endanleg ákvörð-
un um útisvæðið fékkst ekki fyrr en í apríl, og fékkst
Hœnuungarnir í
sýningarstúku Sambands
eggjaframleiSenda
vöktu athygli ungra
sýningargesta.