Búnaðarrit - 01.06.1970, Síða 104
478
BÚNAÐARRIT
íslenzkra samvinnufélaga var með sína deild á sviðinu,
sem er um 100 m“ og meðfram veggjum beggja megin
við sviöið og meðfram liluta af útvegg. Samtals var flat-
armál sameiginlegra deilda SlS og Samvinnutrygginga
um 220 m-. Iðnaðardeildin hafði allt sviðið, en hinum
einstöku deildum var skipað niður í sýningastúkur
lieggja megin við það. Næststærsta sýningarrýmið liafði
mjólkuriðnaðurinn eða rúma 60 m2, þá kom Sláturfélag
Suðurlands og Sölufélag garðyrkjumanna, sem livort um
sig hafði um 50 m2. I anddyri Sýningarliallarinnar var
komið fvrst að sýningastúkum Alaska og Eden í Hvera-
gerði og Sölufélags garöyrkjumanna. Beint á móti aðal-
inngangi voru sýningastúkur hændasamtakanna. Við
sama vegg var Búnðarbankinn, Heimilisiðnaðarfélagið
og Landsbankinn með sínar stúkur. Á neðri liæð, sem
er fyrirhugað fatahengi 380 m2 að flalarmáli, var komið
fyrir þróunar- og lilunnindadeildum og deild veiðistjóra,
eins og áður er getið.
Stærð nýtilegs sýningarsvæðis innanhúss var samtals
2500 m2, auk áhorfendapalla 620 m2. Skiptist svæðið
þannig: Aðalgólf 1570 m2, anddyri 260 m2, pallur ofan
anddyris 255 m2 (veitingasala), fataliengi (í kjallara)
380 m2 og leiksvið 100 m2. Samtals var stærð gólfflatar,
sem leigður var iit 1060 m2, en í ganga fór um 42% af
gólfrými.
Þróunar- og hlunnindadeild
Sýningarstjórn ákvað að sýna þróun landbúnaðarins frá
því um aldamót og fram á okkar daga. Fljótlega var sii
ákvörðun tekin að nota fatageymslu Sýningarhallarinnar
fyrir þessar tvær deildir auk deildar veiðisljóra.
Fyrsta verkefnið var að safna upplýsingum í tölum
urn þróunina. Voru fengnir til þess verks þeir Ketill A.
Hannesson, hagfræðiráðunautur Búnaðarfélags Islands,
og Pétur Signrðsson, mjólkurtæknifræðingur, hjá Fram-