Búnaðarrit - 01.06.1970, Síða 108
482
BUNAÐARRIT
Sömu erfiðleikar voru með þáttlakendur í útisýning-
unni og þá, sem voru inni, að fá þá til að taka ákvörðun
um stærð sýningarspildu. Afmarkaðar voru 6 jafnstórar
spildur fyrir vélainnflytjendur, Iiver þeirra var 900 m2,
sem útlilutað var þeim sameiginlega, þeir drógu síðan
um spildurnar.
Sýnisreitir Búnaðarfélags Islands, Rannsóknarstofn-
unar landbúnaðarins, Sambands íslenzkra samvinnufélaga
og heildverzlunar Guðbjörns Guðjónssonar, voru tilbúnir
til sáningar urn 10. júní, en lítið var farið að vinna við
reitina fyrr en í lok mánaðarins.
Þá var sáð í reitina og síðan var glær plastdúkur sett-
ur yfir til að liraða spírun. Fræið spíraði mjög fljótt
undir plastinu, en |>að var baft yfir reitunum, þar til
gróður var farinn að lyfta því verulega upp, um miðjan
júlí var plastdúkurinn fjarlægður af reitunum, og vinna
bófst við eyðingu illgresis og snyrtingu reitanna.
Þegar komið var fram í fyrstu viku ágúst litu reitirnir
mjög vel út, nema að því leyti að flest afbrigði einærs
rýgresis, sem voru í mörgum reitum, voru úr sér sprottin,
og Iiefði belzt þurft að slá þá reiti.
Að öðru leyti var gróður ágætur á sýnisreilunum og
mikið liægt að læra, með því að sjá á einum stað flest
nytjagrös og grænfóðurstegundir.
Skógrækt ríkisins lét flytja tré austan frá Hallormsstað
og úr skógræktarstöðinni í Fossvogi, sem gróðursett voru
austan við SýningárhöIIina, og varð úr því ágætur skógar-
reitur.
Rétt austan við aðaliimgang sýningarinnar var skrúð-
garður Garðyrkjufélags Islands, en þar unnu nokkrir
ábugasamir félagar í sínurn frítíma, að gerð þessa fallega
gai'ðs. Þetta var algjört sjálfboðaliðastarf. Félag Skrúð-
garðaverktaka fékk útblutað um 400 m2 spildu, fyrir
skrúðgarð, til kynningar á sinni starfsemi.
Næst skrúðgarði þessum, voru staðsett 4 fiskaker með
silungum og laxaseiðum frá Laxalóni. Þar lijá var einnig