Búnaðarrit - 01.06.1970, Page 112
486
BÚNAÐARRIT
Dagblöðin og sýningin
Fljótlega eftir að undirbúningur liófst að sýningunni
var leitað til fjölmiðla um kynningu á lienni.
Frá upphafi var mjög gott samstarf milli blaðamanna
og J>eirra, er stóðu að sýningunni. Mjög mikill velvilji
skapaðist frá upphafi gagnvart sýningunni. Auk almennra
fréttatilkynninga, voru birtar ýmsar upplýsingar um
undirbúning sýningarinnar í fjölmiðlum, teknar saman
af starfsmönnum þeirra. Frá opnunardegi og síðan alla
sýningardagana Jielguðu dagblöðin í Reykjavík á liverj-
um degi meira og minna rými fyrir fréttir og upplýs-
ingar um sýninguna. I sjónvarpi og hljóðvarpi voru
daglega fréttir frá sýningunni. Þessi viðbrögð frétta-
manna og forráðamanna fjölmiðla höfðu mjög jákvæð
álirif á allt umtal urn sýninguna og að sjálfsögðu að-
sókn. Alla dagana voru birtar margar myndir frá sýn-
ingunni, helztu dagblöðin gáfu út aukablöð sem helguð
voru henni. Daginn eftir opnun sýningarinnar var skrif-
að í forystugrein Morgunblaðsins m. a.:
„Landhúnaðarsýningin mun tvímælalaust verða til |)ess
að vekja upp umræður um íslenzkan landbúnað, vanda-
mál lians og framtíðarþróun. Landbúnaðarsýningin mun
vafalaust verða til Jiess að auka skilning neytenda í þétt-
býlinu á gildi landbúnaðarins fyrir þjóðina, en óneitan-
lega liefur Jiess gætt, að uokkuð skorti á gagnkvæman
skilning milli bænda annars vegar og neytenda liins veg-
ar. Er })ó hvor um sig liinum háður. Neytendur líta
óhýru auga margvíslegar greiðslur úr opinberum sjóðum
til landbúnaðarins og telja jafnframt, að landbúnaðar-
vörur séu of dýrar. Bændum J)ykja Jiessi sjónarmið neyt-
enda ósanngjörn og telja raunar, að fólkið í þéttbýlinu
búi við betri lífskjör en þeir eða a. m. k. njóti margvís-
legra þæginda, sem þeir eigi ekki kost á. . . Það er þetta
gagnkvæma skilningsleysi milli fólks í sveitum og bæjum,
sem }>arf að eyða og sýningin, sem hófst í Laugardals-
höllinni í gær mun gera sitt í þeim efnum.