Búnaðarrit - 01.06.1970, Síða 114
488
BÚNAÐARRIT
1 forystugrein Tímans 17. ágúst stóð eftirfarandi:
„Landbúnaðarsýningin liefur að vonum vakið mikla
athygli. Sýningin er tvímælalaust sú stærsta og fjöl-
breyttasta, sem liér hefur verið lialdin. Það hefur ber-
sýnilega verið mjög vel til hennar vandað og frarnkvæmd-
in tekizt vel að sama skapi. Forystumönnum liennar ber
því miklar þakkir fyrir það starf, sem þeir Iiafa leyst af
hendi, þó sérstaklega þeim mönnum, sem framkvæmdin
liefur mest livílt á. Sýningin er sannarlega lærdómsrík
á margan liátt. Hún sýnir ljóst hinn mikilvæga þátt land-
húnaðarins í þjóðarbúskap íslendinga. Landbúnaðarsýn-
ingin sýnir þannig jöfnum höndum það, sem hefur
áunnizt, það, sem er verið að gera, og það sem bíður
ógert framundan. Sýningin vekur ekki sízt athygli á því,
hve stóran þátt margvísleg samvinna bænda hefur átt í
framförum landbúnaðarins. Þessi þáttur er þó varla
fullnýttur enn. Það má t. d. nefna samvinnu um heyöflun
og samvinnubúskap. Þótt bændur hafi liaft forystu um
að notfæra sér samvinnuna, híða þeirra enn ónotaðir
miklir möguleikar á því sviöi.
Sýningin er þannig úr garði gerð, að hún á erindi til
allra, bæjarbúa ekki síður en bænda. Það er ekki sízt
gagnlegt fyrir bæjarbúa að kynnast því starfi, sem unnið
er í sveitunum, og hver þáttur bænda er í þjóðarbú-
skapnum.“
Þá er að lokum vitnað í Velvakanda Morgunblaðsins
18. ágúst:
„Sjái8 Landbúna8arsýninguna í dag.
Þegar þetta er ritað er ekki annað vitað en Landbún-
aðarsýningunni ljúki í dag.
Eftir að liafa skoðað sýninguna oftar en einu sinni í
fylgd ungra og gamalla, sveitafólks og borgarbúa, vill
Velvakandi eindregið skora á fólk, sem hefur ekki séð
hana enn, að láta það nú alls ekki undir liöfuð leggjast,
beldur fara inn eftir í dag. Nú eru seinustu forvöð.
Sýningin er náttúrlega mjög fróðleg, en það, sem Vel-