Búnaðarrit - 01.06.1970, Page 115
LANDBÚN AÐARSÝNIN G1N
489
vakandi telur henni sérstaklega til gildis, er að þar er
eitthvað skemmtilegt að skoða fyrir alla aldursflokka og
fyrir fólk úr öllum stéttum og landshlutum. Þetta er
eiginleiki, sem svo sannarlega fylgir ekki öllum sýning-
um.“
Öll skrif um sýninguna voru mjög jákvæð, og sú
stemmning, sem speglaðist í fréttum og umsögnum hlaða,
Iiafði mikil álirif á aðsóknina.
Fjármálin
Á fundi sýningarstjórnar 28. febrúar, var lögð fram
fjárhagsáætlun fyrir sýninguna. Þar var gert ráð fyrir
tekjum að fjárliæð kr. 7,5 millj. en gjöldum kr. 7,1 millj.
I þessari áætlun var reiknað með að 60 þúsund fullorðnir
kæmu á sýninguna og greiddu 60 kr. í aðgangseyri hver,
en fjöldi barna 15 þúsund, og þeim yrði gert að liorga
25,00 krónur.
Áætlun ]>essari var að sjálfsögðu erfitt að lialda, það
var nánast tilviljun ef einstakir liðir stóðust raunveru-
leikann. Bæði tekjur og gjöld urðu mun meiri en gert
liafði verið ráð fyrir í áætluninni. 1 eftirfarandi yfirlit-
um verður gerð grein fyrir helztu tekju- og gjaldaliðum
sýningarinnar.
Grei&slur þátttakenda
Búnaðarfélag Islands lagði fram til sýningarinnar kr.
650 þúsund og Framleiðsluráð láuaði sýniugarsjóði kr.
500 ])úsund. Allur kostnaður ]>essara aðilja vegna þátt-
töku í sýningunni var síðan greiddur úr sýningarsjóði.
Framleiðsluráði var endurgreitt lánið, að frádregnum
kostnaði vegna sýningarstúku þess. Sama tilliögun var
höfð gagnvart Biinaðarfélaginu. En kostnaður af þrem
sýningarstúkum Búnaðarfélagsins og stúku Búreikninga-
skrifstofunnar varð nálægt kr. 500 þús. Auk þess vann
starfsfólk Búnaðarfélags Islands mikið að undirbúningi
sýningarinnar og á sjálfri sýningunni, þannig að framlag
félagsins var mun meira en þessi fjárhæð.