Búnaðarrit - 01.06.1970, Side 117
LANnBUNAÐARSYNINClN
491
Veitingasalan inni í sjálfri Sýningarhöllinni var á veg-
um Mjólkursamsölunnar, en ákveðið hafði verið að sýn-
ingarsjóðurinn fengi helming af hagnaðinum. Þrátt fyrir
mikla umsetningu og stanzlausa afgreiðslu sýningar-
(lagana var enginn hagnaður.
Heildartekjur
Mörgum sýningaraðilum voru leigðir ljóskastarar, sem
sýningarstjórn tók á leigu hjá Félagi íslenzkra iðnrek-
enda, ennfremur var þeim gert að greiða fyrir merkingu
á sýningarstúkum. Eftir sýninguna voru þessi gjöld inn-
lieimt, ásamt eftirstöðvum af leigugjahli og fyrir auglýs-
ingar í sýningarskrá. Aðeins einn þátttakandi í sýning-
unni, Skógrækt ríkisins, greiddi ekki umsamið leigu-
gjald.
Samtals var innlieimt eftir sýninguna kr. 1.715.334,00.
I þessari fjárhæð er jafnframt það, sem fékkst fyrir
endurselt efni. Bein greiðsla Búnaðarfélags Islands var
kr. 500 þúsund. Samtals urðu tekjur sýningarinnar því
kr. 8.231.268,00.
Gjöld
1. Hæsti útgjaldaliður var prentun. Kostnaður við út-
gáfu sýningarskrárinnar voru rúmar 700 þúsund krónur.
2. Verðlaun greidd vegna búfjársýningar voru krónur
620.000,00, en þátttökugjald fyrir sýningarhross voru
krónur 96 þúsund, sem dregið er frá í yfirlitinu. Annar
kostnaður var fóður og liirðing og sérstakur útbúnaður
vegna húfjársýningarinnar, þó ekki talinn með kostnaður
við byggingu gripahúsa eða gerð dómhrings.
3. Mjög mikill kostnaður varð vegna töflugerðar í
þróunardeild. Við það unnu 5 teiknarar í 2 mánuði, en
þegar mest var að gera störfuðu 14 manns á teiknistofu
sýningarinnar.
5. Leiga á Sýningarhöllinni liafði verið ákveðin kr.
750 þúsund, en jafnframt hafði verið gefið munnlegt lof-
orð um, að tillit vrði tekið til kostnaðar vegna framræslu