Búnaðarrit - 01.06.1970, Page 119
LANDBÚN AÐARSÝNINGIN
493
Novapan plötur voru keyptar fyrir um kr. 100 þúsund,
en ljósmyndir og töflur voru límdar á þær. Prófíl-járn
(Apton) var keypt fyrir um kr. 75.000,00, en það var
notað í þróunar- o<r hlunnindadeild. Málning var keypt
fyrir kr. 46 þúsund.
11. Mest var greiðsla til rafvirkja, aðallega voru það
vinnulaun, en auk þess leiga fyrir leiðslur og Ijóskastara.
Samtals var sá liður um kr. 300 þús. Smiðir unnu að inn-
réttingu gripahúsa og að ýmsum verkum inni í Sýningar-
höllinni.
12. Sýningin var auglýst mjög vel í daghliiðunum og í
útvarpi, en hagstæðir samningar náðust við auglýsinga-
stofu Kristínar Þorkelsdóttur varðandi blaðaauglýsing-
arnar.
13. Fyrirtækið Myndiðn annaðisl stækkun á öllum
ljósmyndum. Það var mjög vönduð vinna á hagstæðu
verði miðað við verðskrá fyrir slíkt verk. Birtingarréttur
var greiddur nær öllum mvndasmiðum, sein lögðu til
myndir. Auk þess var nokkurri fjárhæð varið til greiðslu
á myndatöku.
14. Sýningin greiddi Félagi íslenzkra iðnrekenda kr.
200 þúsund fyrir leigu á sýningarbúnaði.
15. Vélasjóður ríkisins annaðist sýningu á gömlum bii-
vélum, en sýningin greiddi Iiehning af kostnaði við lag-
færingu og flutning á vélunum.
21. Greiðsla vegna löggæzlu, sein aðallega var fólgin í
umferðarstjórn, nam um 21 þúsund krónum. Tveir bruna-
verðir voru að staðaldri í Sýningarhöllinni á mcðan sýn-
ingin var opin.
Hér að framan liefur verið drepið á lielzlu gjaldalið-
ina. Mjög mikill vinningur væri fyrir næstu sýningar-
stjórn að kanna hina ýmsu kostnaðarliði nánar, áður en
störf liefjast við undirbúning að næstu landhúnaðarsýn-
ingu, því á þann liátt mætti án efa spara verulega á
ýmsum liðum.