Búnaðarrit - 01.06.1970, Page 121
LANDB UN AÐARS YNlN (í I N
495
Árnessýslu og vesturhluta Rangárvallasýslu, þarsem naut-
griparœktarfélagsskapurinn er sterkastur og árangur lians
hefur orðið mestur. Til að ráða nokkra bót á því, að
nautgripir voru ekki valdir af landinu öllu, var komið
upp sérstökum sýningarbás í aðalsal Iþróttahallarinn-
ar, þar sem skýrt var í myndum, línuritum og rituðu
máli frá nautgriparæktarstarfseminni í 65 ár og skugga-
myndir sýndar af kúm og nautum víðs vegar af landinu.
Vakti þessi litla deild verðskuldaða athygli.
Sýningarnefnd nautgripadeildarinnar, sem í áttu sæli
þeir ráðunautarnir Hjalti Gestsson, Jóhannes Eiríksson
og undirritaður, ákváðu lilhögun nautgripasýningarinnar
að fengnum tillögum frá og í samráði við Halldór Páls-
son, búnaðarmálastjóra. Verður nú getið hinna ýmsu
flokka af nautgripum, sem sýndir voru.
I. Samkeppnissýning á mjólkurkúm.
Uppistaðan í sýningardeildinni var samkeppnissýning
á mjólkurkúm frá nautgriparæktarfélögum á svæðinu.
Ekki þótti sérstök ástæða til að fá kýr úr Kjalarnesþingi,
þar sem starfsemi nautgriparæktarfélaga luifði stórminnk-
að og lögbundnar sýningar svo til fallið niður árið áður,
enda takmarkað, hve margir básar yrðu til umráða fyrir
þennan flokk sýningargripa. Var ákveðið að bjóða naut-
griparæktarfélögum í Árnessýslu og vestanverðri Rangár-
vallasýslu, alls 15 talsins, að velja 1—4 kýr livert, sem
J)au teldu vera bezt fallnar til sýningar, og veldi sýning-
arnefnd síðan 1—2 kýr frá hverju félagi, ef þær full-
nægðu lágmarksskilyrðum með tilliti til útlits, afurða
og ættar. Varð |»á jafnframt að taka tillit til ])ess, að
garnaveiki liefði ekki orðið vart í sauðfé eða nautgripum
síðasta áratuginn á þeim bæjum, sem til greina kom að
velja kýr frá. Niðurstaðan varð sú, að ein kýr og önnur
til vara var valin úr hverju af 12 félögum á svæðinu, 9
úr Árnessýslu og 5 úr Rangárvallasýslu. Mjög var vandað
til þessa vals, Jiar sem auk framangreindra skilyrða til