Búnaðarrit - 01.06.1970, Blaðsíða 122
496
BUNAÐARRIT
þátttöku var nauðsyulegt, jafnvel framar öðru, að hver
gripur yrði í góðu sýningarástandi og hæfur lil að standa
við hlið hinna. Nefndarmenn fóru tvær umferðir um
svæðið. Hin fyrri var farin til að velja í samráði við
nautgriparæktarfélögin aðalgripi og gripi til vara og
liin síðari tæpum mánuði fyrir opnun sýningariiinar.
Svo vel tókst til, að engin af aðalkúnum forfallaðist.
Það auðveldaði þetta starf, að nautgripasýningar höfðu
verið haldnar á svæðinu árið áður.
Á sýningunni sjálfri var þessum 12 kúm ski[)t í tvo
Iiópa eftir því, live langan feril ]iær áttu að baki sem
mjólkurkýr. Voru ]>ó ekki skörp skil þar á milli. Kýmar
í yngri hópnum höfðu mjólkað í 3,2—5,4 ár og í eldri
hópnum 5,9—11,1 ár miðað við árslok 1967. Innan hvors
hóps voru veitt verðlaun sem hér segir: I. verðlaun kr. 10
þúsund, II. kr. 8 þúsund, III. kr. 7 þúsund, IV. kr. 6 þús-
und og tvenn V. verðlaun á kr. 5 þúsund. Auk þess voru
veitt 15 þúsund kr. verðlaun fyrir heztu kúna, þ. e. a. s.
aðra þá, sein I. verðlaun hlaut. Nautgripasýningarnefnd
dæmdi gripina í þessari keppni, og er frá þeim skýrt
í töflu I. Þar sést, að 6 af kúnum, 3 úr livorum liópi, eni
dætur Bolla S46, þar á meðal 2 efstu kýrnar í öðrum
Iiópnum og efsta kýrin í hinum, en næstefsta kýrin í
þeim hópi er sonardóttir Bolla. Þella kemur kunnugum
ekki á óvart, því að hvarvetna á Suðurlandi hafa dætur
hans skarað fram úr um afurðasemi, sem oft er samfara
góðri eða ágætri byggingu, eins og fram kom á þessari
sýningu. Á samkeppnissýningunni kom fram margt af
]>ví hezta, sem til er í bvggingu íslenzka kúakynsins um
þessar inundir, sameinað ágætri afurðasemi. Sú kýr, sem
sérstök verðlaun hlaut sem bezta kýrin á sýningunni, var
Tungla 58 í Austurhlíð í Gnúj)verjahreppi, komin út af
kunnum, ræktuðum gripum og afurðasöm kýr með ein-
dæmum. Efsta kýrin í eldri liópnum, hálfsystir hennar,
Búprýði 25, er frábærlega vel vaxin mjólkurkýr, en
hyrnd. Kýrnar, sem á sýningunni voru, urðu margar