Búnaðarrit - 01.06.1970, Síða 130
504
BÚNAÐARRIT
Skeiðum, fæd(l hjá Ingvari Þórðarsyni, Reykjalilíð. Hlutu
J>ær fyrir byggingu 80,7 stig að meðaltali. Afurðir Jieirra
eru sýndar í töflu II. Gögn lágu fyrir um afurðir 3 ungra
fullmjólkandi dætra Neista, sem liöfðu mjólkað 3860 kg
mjólkur með 4,31% fitu eða 16636 fe að meðaltali árið
á nndan. Umsögn dómnefndar, }>. e. sýningarnefndar
nautgriparæktardeildarinnar, um Neista var þannig:
„virkjamikill, háfættur, með sterkan lirygg, mikla bol-
dýpt og ágæta skapgerð“, og um dætur hans: „mjög
álitlegar mjólkurkýr með góða mjólkurfitu, rýmismiklar
og sterkbyggðar með góða júgurbyggingu“.
2. Kolskeggur S288, f. 4. janúar 1959 hjá Árna Hall-
grímssyni, Minni-Mástungum í Gnúpverjahreppi, sonur
Röðuls S226 frá Ásatúni í Hrunamannahreppi og Dimmu
19. Voru meðalafurðir Dinnnu í 10,6 ár 5650 kg mjólk
með 3,88% fitu, þ. e. 21973 fe. Með Kolskegg voru sýndar
þcssar dætur lians: (1) Dimma 33, Guðmundar Krist-
mundssonar, Skipholti III í Hrunamannahreppi, (2)
Freyja 107, Árna Ögnumdssonar, Galtafelli í Hruna-
mannahreppi og (3) Rauðbrá 38, Þorsteins Vilhjálms-
sonar, Syðri-Hömrum í Ásalireppi. Þessar 3 liálfsystur
lilutu fyrir byggingu að meðaltali 79,3 stig. Eru afurðir
Jieirra sýndar í töflu II. Lengri reynsla var komin á dæt-
ur Kolskeggs en Neistadætur, og lágu fyrir gögn um af-
urðir 29 fullmjólkandi dætra hans. Voru meðalafurðir
þeirra næsta ár á undan 3663 kg með 4,38% fitu eða
16044 fe. Umsögn dómnefndar um Kolskegg var ]>essi:
„glæsilegur, öflugur gripur með óvenjubreiðar og vel
lagaðar malir, en nokkuð viðkvæma skapgerð“, og um
dætur hans: „getumiklar mjólkurkýr með góða mjólkur-
fitu, sterkbyggðar og rýmismiklar, en júgurbygging ekki
nógu örugg“.
B. Naut, sýnd sem einstaklingar.
Áður en naut eru tekin til notkunar á nautastöðvum,
þurfa þau að hafa hlotið viðurkenningu vegna ættar og