Búnaðarrit - 01.06.1970, Síða 131
LAN DBÚ N A8ARSÝNIN GIN
505
byggingar. Þessar kröfur samsvara þeim skilyrðum, sem
sett eru fyrir veitingu II. verðlauna á nautgripasýning-
um. Þau tvö naut, sem sýnd voru í þessum flokki, voru
Glæðir S320 og Blómi S326. Má að vísu segja um Blóma,
að lionum fylgdi fleira, þar sem 4 kvígukálfar undan
honum voru valdir til sýningar sem ungkálfar. Voru
þeir í uppeldi vegna afkvæmarannsóknar á Blóma í
Laugardælum, en ekki var tekið tillit til þeirra við
innbyrðis keppni milli þessara tveggja nauta á sýning-
unni. Ættir jiessara nauta og lýsingu á þeim er að finna
í Búnaðarriti 1969 í grein um nautgripasýningar 1967.
Glæðir varð lilutskarpari í keppninni, og voru veitt
fyrir hann 5 þúsund kr. verðlaun, en 3 þúsund kr.
fyrir Blóma. Stntt lýsing á þessum nautum fylgir hér.
1. Glai&ir S320, f. 21. okt. 1963 lijá Guðmundi Krist-
mundssyni, Skipliolti III í Hrunamannahreppi, sonnr
Sóma S119 frá Arnarbæli í Grímsnesi og Krossu 1. Voru
meðalafurðir Krossu í 9,9 ár þessar: 3852 kg rnjólk með
5,28% fitu, þ. e. 20339 fe. Umsögn dómnefndar um
Glæði var þannig: „ræktarlegur gripur með beinan
brygg og mikið rými, en fullgrannar malir og fullöra
skapgerð“.
2. Blómi S326, f. 30. júlí 1965 að Laugardælum í
Hraungerðislireppi, sonur Búa S295 frá Efra-Langholti
í Hrunamannahreppi og llryggju 153. Voru meðalafurðir
Hryggju í 6,9 ár þessar: 4190 kg mjólk með 4,53%
mjólkurfitu, þ. e. 18981 fe. Umsögn dómnefndar um
Blóma var þannig: „þroskamikill, öflugur gripur með
sterkan brygg, en rnalir um of Jiaklaga; skapgerð góð“.
III. Samkeppnissýning imglinga á kvígukálfum.
Þegar er ákveðið bafði verið, livenær landbúnaðarsýning-
in skyldi lialdin, var leitað eftir því að fá unglinga til
að taka þátt í keppni um uppeldi á vel ættuðum kvígu-
kálfum. Tók Héraðssambandið Skarpbéðinn málið að
sér að öðru leyti en því, að leiðbeiningar um fóðrun,