Búnaðarrit - 01.06.1970, Side 133
LANDBÚN AÖARSÝNINCI N
507
liirðingu og tamningu voru veittar og svo fengu þátt-
takendnr dagbækur til færslu. Þá voru haldnir fundir
nteð þcim og kálfar skoðaðir. Þar sem um nýmæli var
að ræða, þurfti að kynna þetta mál meðal unga fólksins
í héraðinu til að fá næga þátttöku heppilegra unglinga,
sem jafnframt þurftu á að lialda samþykki og skilningi
vandamanna sinna, þar sem bæði fjármunir og tímafrek
vinna við liirðingu og tamningu var livort tveggja óhjá-
kvæmilegt. Þetta tókst ungmennafélagsskapnum eigi að
síöur, enda þótt skammur tími væri til stefnu. Mesta
vandkvæðið var að fá nógu marga álitlega kvígukálfa
og úrvals vel ættaða, sem fæddust nógu snemma. Var
þá í einstaka tilviki fallizt á, að kálfar, sem voru þegar
fæddir, er undirhúningur liófst, væru teknir gildir. Voru
kálfarnir ]iví á mismunandi aldri, þ. e. frá 109—221
dags gamlir, og því ekki farandi eftir stærð þeirra við
mat á þeim nerna vitað væri um aldur. Ur þessu þarf
að hæta vegna áhorfenda, er næsta sýning verður lialdin.
Alls tóku 11 unglingar úr 9 sveitum þátt í keppninni,
]). e. 10 úr Ámessýshi og 1 úr Rangárvallasýslu. Voru
þeir á aldrinum 10 til 16 ára, en flestir 13—14 ára. Kálf-
arnir voru dæmdir með tilliti til hirðingar, tamningar,
fóðrunar og fóðureyðslu, færslu dagbókar og tillit tekið
til, livernig þeir voru sýndir. I dómnefnd voru þeir ráðu-
nautarnir Sigurjón Steinsson og Sigurnmndur Guðbjörns-
son. Unglingarnir lilutu verðlaunapening auk nokkurra
peningaverðlauna fyrir kálfana og störf sín. Námu I.
verðlaun 10 þúsund krónum, II. 8, III. 6, liá viðurkenn-
ing 4 og viðurkenning 1 þúsund krónum. Allir voru
kálfarnir ágætlega með farnir og vel tamdir. Vakti sýn-
ing þeirra mikla atliygli og var unglingunum og ung-
mennafélagsskapnum til sóma.
Hér fer á eftir skrá yfir ke))pendur og kálfa þeirra.
Eru 6 hinir fyrstu í þeirri röð, sem viðurkenningar vom
veittar, en 7—11 raðað eftir aldri kálfanna og byrjað á
þeim yngsta.