Búnaðarrit - 01.06.1970, Page 136
510
BUNAÐARRIT
vikna, liafði 112 cm brjóstmál, vó 131 kg, þyngdaraukn-
ing 660 g á dag. Umsögn: „virkjamikill og myndarlegur
kálfur; álitlegt kýrefni“. Viðurkenning.
IV. Aðrir nautgripir.
A. Ungkálfar
Rétt þótti að sýna til gamans unga kálfa. Voru til þess
valdir 4 kvígukálfar undan Blóma S326, svo sem áður
er getið. Voru þeir úr liópi liálfsystra, er valdir höfðu
verið til afkvæmarannsókna í Laugardælum. Gaf það
fróðleiksfúsum sýningargestum jafnframt tilefni til að
kynna sér, hvernig afkvæmarannsóknum á nautum er
hagað liér á landi. Allir voru kálfarnir fæddir í maí 1968.
B. Holdanantgripir
Þá þótti rétt að vekja athygli á þörfinni fyrir aukna og
bætta nautakjötsframleiðslu með því að sýna nokkra
Galloway gripi. Frá Gunnarsholti var sýnd nýborin kýr
ásamt kálfi. Frá Bessastöðum var sýnt nautið Punktur,
fætt í Gunnarsholti 1964, og nautkálfur fæddur vorið
1968. Þar sem holdanautabúið á Bessastöðum var lagt
niður frá maíbyrjun 1968, voru þessir gripir ekki fluttir
þangað aftur að lokinni sýningu. Fór Punktur að Gunn-
arsliolti, en kálfurinn að Laugardælum. Frá Holti í
Stokkseyrarhreppi voru fengnir tveir blendingsuxar und-
an heimakúm og Skota IV á Kynbótastöðinni í Laugar-
dælum. Voru þeir komnir á þriðja ár. Þá voru loks
sýndir 3 blendingskálfar frá Laugardælum, fæddir nálægt
áramótum 1967—’68 undan Skota V á Kynbótastöðinni
og heimakúm.
Lokaorð.
Eins og liér hefur verið frá skýrt, voru alls sýndir 46
nautgripir af ýmsu tagi. Aðstaða í sýningarskála var góð,
enda nauðsynlegt, bæði vegna hinna verðmætu gripa svo
og vegna liins stöðuga straums fólks, sem deildina skoð-