Búnaðarrit - 01.06.1970, Page 137
LANDB Ú N AÐAKSÝNIN GIN
511
aði. Yfirmaður í fjósi var Ketill Þorvaldsson, búfræð-
ingur, og ber sérstaklega að þakka lionum og starfsliði
hans vel unnin störf. Hirðing gripanna var til fyrir-
myndar, og snör handtök þurfti til að ljúka fjósverkum
á ákveðnum tíma vegna sýningargesta. Þá ber að þakka
sýnendum mikið starf. Þeir þurftu livað eftir annað að
koma til Reykjavíkur, er sýna átti gripina í dómhring.
Einkum Jjurfti mannafla frá Kynbótastöðinni í Laugar-
dælum, er nautin voru sýnd, og á lokasýningunni munu
yfir 50 manns bafa verið að störfum í deildinni. Telja
má, að sýningin liafi náð tilgangi sínum, þar sem sýn-
ingargestir tóku henni ágætlega og unnt var að liafa
hana fjölbreytta og sýna margt af því bezta, sem til er,
enda þótt gripirnir væru af takmörkuðu svæði. Bændur
og aðrir búfjárræktarmenn virtust telja, að á sýningunni
liefði komið fram, að íslenzk nautgriparækt er að mörgu
leyti á háu stigi. Hitt liefði verið æskilegt, að búfjár-
ræktarmenn, sem hvorki tóku þátt í undirbúningi sýning-
arinnar, framkvæmd eða dómum, hefðu skrifað um liana
í blöð og tímarit.