Búnaðarrit - 01.06.1970, Page 153
LANDBÚNAÐARSÝNINGIN
527
kom ekki, Léttir 586, eign Hrossaræktarsambands Vest-
urlands. 1 lians stað kom frá sama eiganda GUSTUR 638
frá Kletti í Reyklioltsdal, f. 1963 hjá Einari Sigmunds-
syni. Er liann dökkjarpur að lit. Faðir: Baldur 449 frá
Bóndhóli og móðir Perla í Kletli. Hafði hann ekki verið
á sýningu fyrr.
Tvær skráðar hryssur komu ekki: Rösk 3337 (nr. 29
í skrá) frá Möðruvöllum í Kjós og Svala 3258 (nr. 30 í
skrá) frá Brunnum, A.-Skaft. Ein liryssa kom inn, sem
ekki er í skrá: FLUGA 3349, bleikálótt, fædd 1959 hjá
Guðmundi Sigfússyni, Eiríksstöðum, A.-Hún. nú í eigu
Sigurgeirs Magnússonar, Reykjavík. Þá var Hrossarækt-
arbúinu í Kirkjubæ boðið að Iiafa á sýningunni hryssu
með folaldi en óhapp liindraði þá ráðstöfun. I staðinn
var fenginn kapall með folaldi: Freyja 3243, frá Laugar-
dælum, þá í eigu Péturs K. Hjálmssonar, Markliolti,
Mosfellssveit. Var parið í lítilli girðingu á svæðinu og
var gestkvæmt þar.
Uppruni hinna 48 sýningarhrossa var þessi eftir sýslum:
sýslum:
Kjósarsýsla ...................................... 7
Borgarfjarðarsýsla ............................... 6
Mýrasýsla ........................................ 3
Strandasýsla ..................................... 1
V.-Húnavatnssýsla ................................ 2
A.-Húnavatnssýsla ................................ 2
Skagafjarðarsýsla ................................ 5
Eyjafjarðarsýsla ................................. 1
A.-Skaftafellssýsla .............................. 5
V.-Skaftafellssýsla .............................. 1
Rangárvallasýsla ................................. 3
Árnessýsla ...................................... 11
Reykjavík ........................................ 1