Búnaðarrit - 01.06.1970, Page 160
534
BÚNAÐARRIT
svip. Illutfallagóður. Vel reistur með liáar herðar, langa
skásetta bóga og framskotinn brjóstkassa. Hreyfingar
mjúkar og taktfastar. Allur gangur. Lundgóður og þjáll
í taumum. Fyrstur í röð. Verðlaun kr. 20.000,00.
Nr. 13 í sýningarskrá. Árvakur 651 frá Kýrholti, Skaga-
fjarðarsýslu. Rauðblesóttur, f. 1963. Eig.: Hrossaræktar-
húið í Kirkjubæ, Rang.
Stig: Bygging 8,10, hæfileikar 8,05, meðalstig 8,08.
Umsögn dómnefndar: Fríður, sviphreinn, liálsinn
fínn, mjúkur og fallega sveigður og ber liöfuð mjög
fallega í reið. Þurr reiðhestsbygging, góð fótlyfting. All-
ur gangur greiður, en skortir mýkt. Fætur ekki réltir í
kjúkum. Annar í röð. Verðlaun kr. 10.000,00.
Nr. 18 í sýningarskrá. Sörli 653 frá Sauðárkróki, Skaga-
fjarðarsýslu. Svartur, f. 1964. Eig.: Sveinn Guðmunds-
son, Sauðárkróki.
Stig: Byggingin 7,80, Hæfileikar 8,01, meðalstig 7,90.
Umsögn dómnefndar: Ungur og lítið taminn, mjög
gjörvilegt og góðlynt stóðhestaefni með háan og frjálsan
fótaburð. Háls er vöðvamikill, lierðar góðar og reising
þokkaleg, bolur þreklegur, en lend full stutt. Þriðji í röð.
Verðlaun kr. 6.000,00.
Nr. 16 í sýningarskrá. Faxi 646 frá Árnanesi, A.-Skafta-
fellssýslu. Rauður, f. 1963. Eig.: Páll Jónsson, Árnanesi.
Stig: Bygging 7,60, liæfileikar 7,92, meðalstig 7,76.
Umsögn dómnefndar: Fríður fjörhestur, liðlega vax-
inn, en skortir fínni fótabyggingu og er til lýta gleið-
gengur aftan. Hesturinn sýnir allan gang og er lirein-
gengur. Fremur lítið laminn. Fjórði í röð. Verðlaun
kr. 5.000,00.
Ekki í sýningarskrá. Gustur 638 frá Kletti, Borgarfjarð-
arsýslu. Jarpur, f. 1963. Eig.: Hrossaræktarsamband
Vesturlands.