Búnaðarrit - 01.06.1970, Blaðsíða 161
LANDBÚN AÐAHSÝNINGIN
535
Stig: Bygging 8,20, hæfileikar 7,32, meðalstig 7,76.
Umsögn dómnefndar: Prúður og þróttlegnr viljaliest-
ur með fallegu brokki, töltgangur lágur og skeið tak-
markað. Mjög hlutfallagóð bygging, velgerðir og réttir
fætnr. Fimmti í röð. Verðlaun kr. 4.000,00.
Nr. 15 í sýningarskrá. EyfirSingur 654 frá Akureyri.
Brúim, f. 1964. Eig.: Hrossaræktarsamband Norðurlands.
Stig: Bygging 7,30, hæfileikar 7,73, meðalstig 7,52.
Umsögn dómnefndar: Stór og fremur bolléttur ung-
Jiestur. Háls of djúpur, rýr afturbygging og hlutföll því
ekki góð, fætur sæmilegir, en slcortir prúðleika. Vilji er
nokkur og allur gangur og því liðlegur reiðhestur. Sjötti
í röð. Verðlaun kr. 3.000,00.
Nr. 17 í sýningarskrá. Svalur 650 frá Helgafelli, Kjósar-
sýslu. Gráskjóttur, f. 1964. Eig.: Haukur Nielsson,
Helgafelli.
Stig: Bygging 7,90, liæfileikar 7,12, meðalstig 7,51.
Umsögn dómnefndar: Reistur, loftliár, klárliestur, með
glæstan yfirsvip. Sjöundi í röð. Verðlaun kr. 3.000,00.
Kynbólahryssur 9 vetra og eldri.
Ekki í sýningarskrá. Fluga 3349 frá Eiríksstöðum, A.-
Húnavatnssýslu. Bleikálótt, f. 1959. Eig.: Sigurgeir
Magnússon, Reykjavík.
Stig: Bygging 7,90, liæfileikar 8,37, meðalstig 8,14.
Umsögn dómnefndar: Svipmikil, vel reist, góður liöf-
uðburður. Viljug reiðliryssa, frjáls í fasi, brokkar vel.
Allur gangur lireinn. Fyrst í röð. VerðJaun kr. 10.000,00.
Nr. 19 í sýningarskrá. Buska 3088 frá Bólstað í Reykja-
vík. Sótrauð, nösótt, f. 1956. Eig.: Guðmundur Gíslason,
Bólstað.
Stig: Bygging 8,30, liæfileikar 7,93, meðaJstig 8,12.