Búnaðarrit - 01.06.1970, Page 164
538
BÚNAÐARRIT
Kynbótaliryssur 6—8 vetra
Nr. 28 í sýningarskrá. Kvika 3341 frá Hesti, Borgar-
fjarðarsýslu. Rauð, f. 1961. Eig.: Einar Gíslason, Hesti.
Stig: Bygging 8,20, liæfileikar 8,30, meðalstig 8,25.
Umsögn dómnefndar: Flugviljug, ljúf í skapi með
bjartan glaðan svip, liáls grannur, vel settur og reising
góð, fótlipur. Stílhreinn og léttur, fjölhæfur gangur. Vel
þjálfuð gæðingsliryssa. Fyrst í röð og bezta liryssa sýn-
ingarinnar. Verðlaun kr. 20.000,00.
Nr. 27 í sýningarskrá. Kolfreyja 3276 frá Vilmundar-
stöðum, Borgarfjarðarsýslu. Brún, f. 1960. Eig.: Guðjón
Sigurðsson, Reykjavík.
Stig: Bygging 8,10, hæfileikar 8,21, meðalstig 8,16.
Umsögn dómnefndar: Reist og fönguleg hryssa með
fagurt liöfuð og gneistandi augnasvip, full bolmikil og
aðeins útskeif á framfótum. Viljahá, aðsópsmikil; gæð-
ingur. Önnur í röð. Verðlaun kr. 7.500,00.
Nr. 25 í sýningarskrá. Gloria 3284 frá Meðalfefli, Kjósar-
sýslu. Móálótt, f. 1962. Eig.: Gísli Ellertsson, Meðalfelli.
Stig: Bygging 8,00 liæfileikar 8,13, meðalstig 8,6.
Umsögn dómnefndar: Bráðviljug, vel töltgeng og takt-
föst, her sig vel, ekki nægilega fíngerð, fótaburður góð-
ur og falleg í reið. Þriðja í röð. Verðlaun kr. 5.000,00.
Nr. 31 í sýningarskrá. Vala 3285 frá Hesti í Borgar-
fjarðarsýslu. Dökkjörp, f. 1962. Eig.: Pétur H. Hjálms-
son, Markliolti 12, Mosfellssveit.
Stig: Bygging 7,70, hæfileikar 7,67, meðalstig 7,68.
Umsögn dómnefndar: Virkjamikil, reist og viljug, en
skortir fríðleika. Léttfær reiðbryssa, en óstöðug á gangi.
Fjórða í röð. Verðlaun kr. 4.000,00.
Nr. 26 í sýningarskrá. Harpa 3299 frá Hæli, Árnessýslu.
Dökkjiirp, f. 1961. Eig.: Steinþór Gestsson, Hæli.