Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Blaðsíða 21

Morgunn - 01.06.1947, Blaðsíða 21
MORGUNN 15 „Margir hafa nú gert tilraunir í þá átt, að segja þeim, sem sviftir hafa verið ástvinum í styrjöldinni, eitthvað um lífið eftir dauðann. Einn merkasti þeirra er W. H. Elliott dómkirkjuprestur. 1 ræðu sinni í Konunglegu Kapellunni (Chapel Royal), sem hann flutti fyrir syrgjandi fólki, kom hann inn á þetta mál og túlkaði það með einföldum og eðlilegum hætti. Hann staðhæfði það, að látnir menn gætu séð hugarástand þeirra, sem söknuðu þeirra á jörðunni. Hann hélt því fast að syrgjendunum, að hugsa um hina framliðnu sem fædda til annars lífs, og hann bað þá, að reyna að tileinka sér þennan sannleik vegna hinna látnu. Þá bendir höf. á það, að margir hinna föllnu hermanna hafi sýnt sig jarðneskum ástvinum og þeim jafnvel tekizt að gera þeim hugsun sína ljósa. Hún kveðst þekkja þess mörg dæmi, að þeim hafi tekizt að sýna sig milliliðalaust syrgj- andi mæðrum og eiginkonum, en stundum hafi þeir orðið að nota milliliði til þess að ná tilgangi sínum. Ein frásögn hennar er þessi: „Mér verður hugsað um ungan flugmann. Foreldra hans þekkti ég lauslega, og þegar ég var einhverju sinni að að ganga í gegn um garðinn heim að húsi þeirra, ,,sá“ ég drenginn þeirra, en hafði ekki þekkt hann í lifanda lífi. Hann heilsaði mér með því að koma þessum orðum inn í vitund mína: Komdu og sjáðu, hve garðurinn er yndis- legur! Ég sagði móður hans petta og hún sagði: „En hvað þetta er líkt honum Roger! Það var venja hans, þegar hann sá ókunnugt fólk vera að líta yfir girðinguna, að kalla á það inn í garðinn. Hann vildi láta alla sjá hann og njóta hans.“ En faðir hans bætti við, til skýringarauka, að Roger hefði að mestu leyti komið garðinum upp og ræktað hann sjálfur." Annað dæmi segir höf. þess, að hinir látnu séu oss ná- lægir, og hún segir frá á þessa leið: „Prestur nokkur og kona hans, sem voru kunningjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.