Morgunn - 01.06.1947, Blaðsíða 21
MORGUNN
15
„Margir hafa nú gert tilraunir í þá átt, að segja þeim,
sem sviftir hafa verið ástvinum í styrjöldinni, eitthvað
um lífið eftir dauðann.
Einn merkasti þeirra er W. H. Elliott dómkirkjuprestur.
1 ræðu sinni í Konunglegu Kapellunni (Chapel Royal), sem
hann flutti fyrir syrgjandi fólki, kom hann inn á þetta mál
og túlkaði það með einföldum og eðlilegum hætti. Hann
staðhæfði það, að látnir menn gætu séð hugarástand
þeirra, sem söknuðu þeirra á jörðunni. Hann hélt því fast
að syrgjendunum, að hugsa um hina framliðnu sem fædda
til annars lífs, og hann bað þá, að reyna að tileinka sér
þennan sannleik vegna hinna látnu.
Þá bendir höf. á það, að margir hinna föllnu hermanna
hafi sýnt sig jarðneskum ástvinum og þeim jafnvel tekizt að
gera þeim hugsun sína ljósa. Hún kveðst þekkja þess mörg
dæmi, að þeim hafi tekizt að sýna sig milliliðalaust syrgj-
andi mæðrum og eiginkonum, en stundum hafi þeir orðið
að nota milliliði til þess að ná tilgangi sínum. Ein frásögn
hennar er þessi:
„Mér verður hugsað um ungan flugmann. Foreldra hans
þekkti ég lauslega, og þegar ég var einhverju sinni að
að ganga í gegn um garðinn heim að húsi þeirra, ,,sá“ ég
drenginn þeirra, en hafði ekki þekkt hann í lifanda lífi.
Hann heilsaði mér með því að koma þessum orðum inn
í vitund mína: Komdu og sjáðu, hve garðurinn er yndis-
legur! Ég sagði móður hans petta og hún sagði: „En hvað
þetta er líkt honum Roger! Það var venja hans, þegar
hann sá ókunnugt fólk vera að líta yfir girðinguna, að kalla
á það inn í garðinn. Hann vildi láta alla sjá hann og njóta
hans.“ En faðir hans bætti við, til skýringarauka, að Roger
hefði að mestu leyti komið garðinum upp og ræktað hann
sjálfur."
Annað dæmi segir höf. þess, að hinir látnu séu oss ná-
lægir, og hún segir frá á þessa leið:
„Prestur nokkur og kona hans, sem voru kunningjar