Morgunn - 01.06.1947, Blaðsíða 51
Sdlfarir ?
Höfundur þessara frásagna, Halldór Hallgrímsson, klæð-
skerameistari í Borgarnesi, andaðist á liðnum vetri, en
hafði fáum mánuðum áður komið til ritstjóra Morguns
með frásagnirnar. Halldór heitinn var mikill trúmaður
og sérlega grandvar maður til orðs og æðis. Mun engum
af þeim f jölda manna, sem þekkti hann, koma annað í hug
en að hann segi fullkomlega rétt frá þeirri reynslu sinni,
sem hér er birt.
Það var árið 1918, í nóvember, að ég tók að mér að
vaka yfir sjúkling, Einari Ólafssyni, gullsmið, sem var all-
þungt haldinn af „Spönsku veikinni." Ég vakti yfir honum
síðustu vikuna, sem hann lifði. Eftir dauða hans fluttist
kona hans með börnin til fóstru sinnar, frú Margrétar
Olsen, ekkju Ólafs læknis Guðmundssonar, frá Stórólfs-
hvoli, sem þá bjó á skólavörðustíg 31 í Reykjavik. Eftir
flutning ekkjunnar tók ég íbúðina hennar á leigu. Þetta
var á Laugavegi 18, efttu hæð hússins, og var það suður-
helmingur loftsins, en norðurhelminginn hafði frú Hrefna
Ólafsdóttir. Kona min var þá, með börn okkar, f jarverandi
úr bænum, og flutti til mín um vorið eftir. Á annan dag jóla
1918 var útsynnings éljagangur, en þann dag datt mér
í hug, að heimsækja konu hins látna vinar míns, sem
áður getur, en þegar ég kom á gatnamót Njálsgötu og
Klapparstígs, fann ég einhver ónot fara um iíkama minn,
svo ég sný við og held heim til mín og hátta, Þegar ég hefi
legið litla hríð, finn ég að ég er að brölta fram úr rúminu,