Morgunn - 01.06.1947, Blaðsíða 46
40
MORGUNN
annarra, og að sú staðreynd bendi til þess, að læknarnir
gætu notað miðlana sér til hjálpar, ef rétt væri á haldið.
Þá snýr hún sér að lækningunum, sem alkunnugt er
að gerist fyrir hjálp sálræna fólksins. Hún minnist þar
lækningamanninn fræga, W. Parísh, sem fjölmargir Is-
lendingar þekkja af bókinni um hann, sem kom út í íslenzkri
þýðingu á liðnu ári. Ég geri ráð fyrir, að ýmsum yðar muni
þykja fróðlegt að heyra frásögn hennar af því, sem fyrir
hana bar í lækningastöð hins merka, látna manns, en hún
er á þessa leið:
„Margir munu kannast við W. Parish, hinn alkunna
lækningamann í East Sheen, eða lesið bókina, sem Maurice
Barbanell ritaði um hann. Herra Parish leyfði mér að
vera viðstödd eina af lækningaguðsþjónustum hans, sem
fór fram í hinum fræga, litla helgidómi, sem hann hafði
látið byggja í garðinum sínum. Ég hafði mikinn hug á
að vita, hvort ég gæti séð með sálrænni sjón minni hin
ósýnilegu öfl, sem standa á bak við lækningarnar.
Ég sat til hliðar í kapellunni og ég sá herra Parish ganga
upp að altarinu. Umhverfis hann var sporbaugsmyndaður
ljóshjúpur, eins og regnbogalitað ský, h. u. b. þrjú fet á
breidd. Ég hafði það á tilfinningunni, að hann væri yfir-
skyggður af annarri veru, öðrum persónuleika.
Þegar hann var að hef ja fyrstu lækningatilraunina og var
kominn að sjúklingnum, sem var þriðji í röðinni, það var
kona, sneri hann baki til austurs. Þá sá ég skínandi veru
standa við altarið, en á sama augnabliki sneri herra Parish
sér að altarinu og horfði í sömu átt og ég.
Ég heyrði orðin „trú þín hefir gert þig heila“ töluð,
eins og það væri rödd sjálfs Krists, sem væri að gefa til
kynna, að fyrir trú sína hefði konan fengið bata. Ég hygg,
að hún hafi næstum fengið bata á þeirri stundu. Vinkona
mín, sem með mér var, tók eftir því, að konan hafði haft
æxli á andlitinu. Veran, sem talaði, leiftraði eins og skín-
andi ljós og var ósegjanlega fögur. Hún hvarf inn í hið