Morgunn - 01.06.1947, Blaðsíða 37
MORGUNN
31
rænni skynjun hennar. Frá þessu dæmi segir hún fyrst:
Vinafólk hennar ætlaði að leigja út herbergi í húsi sínu.
Þá kom upp sú löngun hjá henni, hvort hún gæti fengið
vitneskju um, hver mundi taka herbergin á leigu, og frá
því, hvernig undirvitund hennar starfaði, segir hún á þessa
leið:
„Eftir sálrænum leiðum fékk undirvitund mín að vita,
að einhver með nafni, sem byrjaði á F . . . eða e. t. v. E.,
myndi spyrja um herbergin. Því næst sá undirvitund mín
lækni nokkurn, sem ég þekkti lauslega, og hét nafni, sem
byrjaði á F, koma gangandi niður tröppurnar á húsinu,
sem herbergin, er voru til leigu, voru í. Fyi’st var undir-
vitund mín í vafa um F . . eða E. . en varð síðar viss um
að stafurinn var F. Því næst hélt hún áfram og komst að
þeirri niðurstöðu, að þetta fólk mundi verða setzt að í hús-
inu innan eins mánaðar.
Þegar þetta gerðist, hafði engum komið til hugar, að
þetta fólk tæki herbergin á leigu. Þetta fólk vissi ekki
einu sinni að herbergin væru til leigu og hafði alls ekki
hugsað sér að flytjast þaðan, sem það bjó. Svo að öllum
hlýtur að vera ljóst, að þarna gat ekki verið um fjarhi’if
eða hugsanaflutning að ræða.
Hið furðulega við þetta allt er það, að það, sem hugur
minn hafði þarna náð í, reyndist bæði rétt og rangt!
Alveg óvænt fréttu þau F. læknir og kona hans, að þessi
herbergi væru til leigu og ákváðu að taka þau, tæpri viku
eftir að ég hafði skynjað þetta. En tilviljun, ef nokkur
tilviljun er til, réði því, að þessi ráðagerð varð að engu og
hjónin fóru aldrei í hei’bergin.
En nú skulum við snúa okkur að hinni upprunalegu
spurningu: hver tekur herbergin á leigu? — Undirvitund
mín var ennþá að vinna að bókstöfunum E . . og F . .,
sem hún hafði fyrst fundið. Nú þóttist hún fá vitneskju
um það, að það væri sjötti stafurinn í stafrófinu, nfl. F. . .,