Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Síða 38

Morgunn - 01.06.1947, Síða 38
32 MORGUNN eða ef það væri ekki rétt, þá næsti stafurinn á undan eða eftir. 6. nóvember var hugur minn ennþá að glíma við þetta vandamál, og þá sá ég fyrir mér tvær línur, sem mættust í einum oddi, en ekkert sá ég frekar um bókstafina. 7. nóv- ember sá ég þrjár línur, sem allar mættust í einum oddi, og þóttist ég þá vita, að nú væri þetta mál orðið útkljáð og að niðurstaða væri fengin. Það sannaðist eftir á, að einmitt á þessum tíma hafði verið bundinn endir á ráðagerðir þriggja aðila um þetta mál. Allt þetta fólk var mér gjörsamlega ókunnugt, ég vissi ekki einu sinni að það væri til. En nú skulum við snúa okkur aftur að bókstöfunum. Stafirnir, sem hugur minn hafði náð í í sambandi við þetta mál, voru orðnir þrír: E. . . F. . . G. . . Milli 7. og 9. nóvember nam hugur minn staðar við bókstafinn G. . . og náði ég þá í ákveðið mannsnafn. . . . 13. nóvember kom kona nokkur, sem hét þessu nafni, og bað um herbergin. Með henni var í fylgd vinkona henn- ar, sem hét nafni, er sömuleiðis byrjaði á G. . . Þrír aðilar höfðu verið saman um að taka þessa ákvörðun, konan sjálf, vinkona hennar, sem hét nafni, er byrjaði einnig á G. . . og þriðji aðilinn, sem hét nafni, sem byrjaði á F. . . Hið einkennilegasta í þessu máli er það, að hugur minn sá fólkið, sem hét nafninu, er byrjaði á F. . . gera ráðstaf- anir til þess að taka þessi herbergi á leigu. Hvorki ég né þetta fólk vissi þá, að sú ætlun þeirra að flytjast í þessi herbergi, var ekki til í þeirri rás, sem lífi þess var mörkuð, og varð því að engu. F. . . læknir hafði ætlað sér að halda áfram ritstörfum sinum á kyrrlátum stað. En skömmu síðar fluttust þau hjónin til Lundúna, en þar fórst hann af slysi, þegar borgin var myrkvuð vegna loftárásanna, en kona hans andaðist af snöggum sjúkdómi fáum vikum síðar. Þegar við erum að gera áætlanir fyrir lífið, innan okkar takmarkaða sjónarhrings, sjáum við ekki hina
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.