Morgunn - 01.06.1947, Blaðsíða 24
18
MORGUNN
hún beðið um, að hringurinn væri sóttur og látinn á fingur
sér og sagt: „Ef ég missi hringinn, missi ég bráðlega lík-
ama minn einnig.“ Áður en uppskurðurinn var gerður,
hafði hjúkrunarkonan fundið hringinn í lökunum í rúmi
hennar, tekið hann og fengið hann systurinni. Tuttugu og
fjórum klukkustundum áður en hún andaðist hafði hún
beðið systur sína, að taka því rólega, sem hún ætlaði nú
að segja henni, og þá sagði hún þetta: ,,Þú veizt, að kær-
leikur þinn heldur mér fastri við jarðlifið, en nú á ég að
fara. Viltu gera það fyrir mig, að yfirvinna í einn sólar-
hring þá ósk, að ég lifi áfram á jörðunni, svo að ég geti
losnað?“ Hún bað systur sína einnig þess, að gera enga
tilraun til að ná til sín, þegar hún væri komin yfir, fyrr
en hún gæfi henni sjálf merki um það.
Tíu dögum síðar hafði systir hennar orðið hennar vör,
heyrt hana kalla til sín og séð hana, og síðan hafði hún
stöðugt haft þesskonar vitneskju um hana.“
Margery Bazett getur þess í sambandi við þessa frásögn,
að frúin, sem til hennar kom, hefði hjálpað systur sinni í
andlátinu og lesið fyrir hana úr Ljóðfórnum eftir Tagore,
þótt hún væri meðvitundarlaus, í þeirri von, að eitthvað
af innihaldi þeirra undurfögru ljóða gáeti náð til undir-
vitundar hinnar deyjandi systur. Um kvöldið, eftir að frúin
var farin, varð Margery Bazett greinilega vör hinnar látnu
systur, og benti hún henni á að lesa tiltekna blaðsíðu í
Ljóðfórnum eftir Tagore, sem bersýnilega átti að vera
þakklætiskveðja til systurinnar. En í sambandi við þetta
mál kemur höf. inn á að tala um starf sitt fyrir deyjandi
fólk og segir af því sögur, en eina þeirra vil ég leyfa mér
að kynna yður, og er hún á þessa leið:
„Eg man vel eftir einni deyjandi konu, sem ég sat hjá
og hjúlcrunarkonan fullyrti um, að væri algerlega rænu-
laus og skynjaði ekkert af því, sem fram færi í kring um
hana. Ég þóttist þess viss, að þetta væri ekki rétt hjá