Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Side 42

Morgunn - 01.06.1947, Side 42
36 MORGUNN nokkra hugmynd um tilveru hvors annars. Hann gerðist ákaflega náinn vinur fjölskyldunnar, ekki sízt gömlu kon- unnar. Sex mánuðum eftir að fundum þeirra bar saman, skrif- aði Margaret mér: „Nú alveg nýlega var ég að fara yfir gömul bréf, og þar rakst ég, eins og af tilviljun, á bréfið með orðsendingu Georgs bróður míns um þennan Greane. Ég las það aftur og aftur. ÍLg varö svo undrandi, að ég get ekki lýst því.“ Hvorki Greane né öðrum meðlimum fjölskyldunnar var sagt nokkuð um þetta, og var það eftir beiðni Georgs.“ 'Fjarsýn. Miðilsgáfan hefir sannað oss, að með manninum felast ýmsir undursamlegir hæfileikar, sem vér vissum lítið um áður eða ekki. Einn þeirra hæfileika er hin sálræna framsýni, að geta séð fram í tímann, ókomin atvik, en henni skyld er fjarsýnin, að geta séð, það sem í fjarlægð er að gerast og huiið er líkamlegum sjónum manna með öllu. Þegar um framsýn er að ræða, eru takmarkanir tímans gerðar að engu um stund. Þegar um fjarsýn er að ræða, hverfa takmarkanir rúms um stund. Fjarlægðirnar aðskilja mennina, fólk, sem er sálrænum gáfum gætt, getur, ef skilyrðin eru fyrir hendi, upphafið þær, heyrt og séð, það, sem í miklum fjarska er að gerast. Um það fjallar næsti kafli bókarinnar, sem ég er að kynna yðui', og þar segir höf. meðal annars á þessa leið: „Hlutskyggnin (psychometrie) er einhver skemmtileg- asta aðferðin til þess að geta skynjað það, sem í fjarlægð er að gerast, það er að segja, að geta séð persónur og um- hverfi hluta í fjarska með því móti, að halda á einhverj- um hiut, sem tilheyrt hefir manninum, sem verið er að skyggnast eftir.“

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.