Morgunn - 01.06.1947, Blaðsíða 28
22
MÖRGUNN
borið, við konu eina, sem var af gainalli Kvekaara-æti.
Af lýsingunni þekkti hún óðara, að þetta hefði verið systir
öldungsins, sem fyrir skömmu var látin, en með þeim
systkinum hafði verið sérlega kært og hún vinsæl einn-
ig af öðrum.
Þá segir höf frá sýnum, sem fyrir hana hafa borið á
hljómleikum, og vil ég leyfa mér að kynna yður eina
þeirra:
„Ég var að hlusta á píanó-leikara og fylgdi eftir hreyf-
ingum hans við hljóðfærið með spenntri athygli. Smáu,
hvítu hendurnar hans'liðu léttilega yfir nóturnar, höfuðið
hékk niður á bringu, eins og hann væri að faðma nótna-
borðið.
Hverjar endurminningar svifu nú fyrir hugskotssjónum
hans? Ég sá í sýn mynd af tíu eða ellefu ára gömlum
dreng, sem hljómlistarþráin dró margsinnis til gamallar
dómkirkju. Svo gömui, var hún, að aldirnar • höfðu sett
svip sinn á veggina, sem voru orðnir svartir af reyk frá
ótal reykháfum. Til þess að komast inn í þessa kirkju að
vestanverðu, varð að ganga inn um hvelfingu, sem maður
varð að beygja sig til að komast inn um, svo voru veggirnir
orðnir signir af elli. Fyrir ofan var stór, einfaldur gluggi.
Meðfram gaflinum lá þröng gata, þriggja eða fjögurra
feta breið, hún var hlykkjótt og lokaðist bráðlega. Þegar
inn í kirkjuna var komið, blasti við langt og mjótt hliðar-
skip. Bekkirnir voru úr tré, endabríkurnar voru skornar
út og enduðu í einskonar biskupsmítri. Skurðurinn var fag-
ur og röðin af þessum bríkum minnti á hermenn, sem
ganga í einfaldri röð. Fyrir endanum sá ég í fjarska tvo
menn, var annar eldri og hærri.
Meðfram þessari gömlu kirkju rann á. Bærinn var dimm-
ur, lítið um ljós, og yfir honum svipur liðinna alda. Þessi
bær var í Evrópu, en mér fannst hann mundi vera langt
í burtu, og hann var eins ólíkur umhverfinu, sem píanó-
leikarinn var nú í, og hugsazt gat.