Morgunn - 01.06.1947, Blaðsíða 23
MORGUNN
17
óvenjulega fallega vaxin og óvenjulega fríð í andliti. Fagurt
liðað hárið myndaði umgerð utan um andlit hennar, augun
voru blá, lifandi og fjörleg, og andlitsliturinn var bjartur
og hraustlegur. Hún hallaðist yfir aðkomufrúna eins og
hún væri að skyggnast yfir vinstri öxl hennar, en benti
um leið á eitthvað, sem hékk um háls hennar, vildi beina
athygli minni að því.
Ég hafði áður tekið eftir óvenjulega fallegum hring,
sem aðkomufrúin hafði á fingri sínum, ég hafði tekið eftir
honum í fyrsta sinni, er við hittumst. I þetta sinni varð mér
ekki aðeins starsýnt á, hve hringurinn var fallegur, en
nú varð mér einhvern veginn ljóst, að hann hafði eitthvað
mikið að þýða.
Alveg óvænt og fremur mér til undrunar, sagði aðkomu-
frúin nú: „Það ber stundum til, að ég get hjálpað fólki
á mjög óvenjulegan hátt.“ Ég svaraði þegar í stað: „Já,
það kemur stundum fyrir mig líka.“ Frúin hélt áfram:
„Ég held, að systir mín viti, að ég er stödd hérna í dag.“
Ég sagði við hana: „Hafði systir yðar mikið, yndislega
liðað hár, var hún óvenjulega aðlaðandi og glaðlynd?“
Hún svaraði: „Þér eigið við systur mína, sem dó og ég
kallaði venjulega kærustuna mína?" Ég játaði því.
Við höfðum aldrei talað saman um þessi efni áður, en
cg hélt áfram: „Hún virtist vera að leiða athyglina að
einhverju, sem þér hafið um hálsinn.“ Fruin brá nú hend-
inni inn á brjóstið á sér, undir fötin, og dró upp dálítið,
einkennilegt nisti, sem hékk í mjórri festi. Hún sagði, að
þetta nisti væri keypt í Kaliforníu. Ég leit á það og sagði:
„Er þetta eitthvert einingartákn?" Hún svaraði: „Já, systir
mín var vön að kalla það svo. Bæði nistið og hringurinn,
sem ég ber, var keypt á síðasta afmælisdegi hennar, áður
en hún dó. Ég gaf henni hringinn og hún gaf mé nistið
og sagði, að þessir hlutir ættu að vera kærleikstákn.
Frúin hélt áfram og sagði mér, að áður en uppskurðurinn,
sem systir hennar hafði ekki þolað, var framkvæmdur, hefði
2