Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Page 30

Morgunn - 01.06.1947, Page 30
24 MÖRGUNN Eins og ég sá hana á leiksviðinu, líktist hún engan veginn neinni vofu, en hún fylgdi eftir leik hvers einstaks af leikur- unum með vakandi dómgreind og athygli." Um þessar sýnir farast höf. orð á þessa ieið: ,,Sumir gagnrýnendur vilja halda því fram, einkum hvað við kemur sýninni í sambandi við píanóleikarann, að þarna hafi ég aðeins séð endurminningamar, sem vöknuðu í huga hans, meðan hann var að leika á hljóðfærið. Það er ekkert hægt að fullyrða um það, því að mörg slík dæmi má tilfæra, sem ýmist benda til þess, að sjáandinn sjái fram- liðna menn, eða að það, sem hann sér, séu aðeins endur- minningar lifandi fólks, sem við köllum. Við verðum að hafa það í huga, einkum að því er snertir framliðna menn, að endurminningar þeirra geta verið ákaflega lifandi og sterkar, og sjáandinn sér áreiðanlega stundum endurminningar annarra manna í ákveðnum og skýrum myndum. Ég hygg því, að réttast sé, að fullyrða ekki of mikið um það, hvort þessar sýnir mínar, sem ég hefi nú verið að segja frá, séu raunverulega frá framliðn- um mönnum, eða aðeins endurminningar þeirra, sem enn lifa á jörðunni.“ Næsta kaflann nefnir höf. „Andrúmsloft USinna cdda,“ en vegna þess að sá kafli er sérlega ýtarlegur og langur mun ég ekki segja frá honum í þetta sinn, en kaflinn, sem þar fer á eftir, heitir: Bendingar um víðlœkari örlög. Þar kemur höf. inn á spurningu, sem mjög er ofarlega á baugi hjá ýmsum þeim, sem á annað borð þykjast þurfa að spyrja um rök tilverunnar og einkum þó rök mannlegrar sálar, en spurningin er þessi: Hefi ég lifað hér áður og er mér ætlað að lifa oftar á jörðunni? Höf veltir þessum spurningum fyrir sér á marga lund,

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.