Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Page 41

Morgunn - 01.06.1947, Page 41
MORGUNN 35 að fylgjast með lífi foreldra sinna og systra, vakti með aðdáanlegri nákvæmni yfir móður sinni, sem var óðum að hrörna og eldast, og yfir framtíðaráformum systra sinna. Hann sagði foreldrum sínum frá syni þeirra, sem hafði andazt i bernsku. Hið merkasta í þessum orðsendingum snerti systur hans, Margaret, sem hann unni mjög. Hann sagði henni fyrir atburði, sem ættu að rætast í framtíðinni. Hann lýsti skapgerð manns nokkurs, sem hann kallaði Greane, sem er mjög óvenjuleg stafsetning á enska mannsnafninu Green, og hann kom einnig með þessa algengu stafsetningu nafnsins. Hann lýsti víðáttumiklu landi, sem þessi ókunni mað- ur ætti heima í, og ást hans á náttúrunni, og hann lýsti hinu ilmandi loftslagi, sem þar væri. Hann sagði, að þessi Greane byggi á stóru, fjarlægu meginlandi, og hann stað- hæfði, að sjálfur hann, George, ætlaði að hafa þau áhrif á hann, að hann kæmi til Englands og kyntist þar Margaret. Um það var talað í orðsendingunum, að þetta ætti að vera í nóvembermánuði. Systir hans var erlendis, þegar þessi orðsending barst mér frá honum. Af óskiljanlegum ástæðum skipti hún sér ekkert af þessari orðsendingu og gleymdi henni algerlega þangað til að sjö árum liðnum. Sex mánuðum áður, það er að segja hálfu sjöunda ári eftir að þessi orðsending hafði borizt mér frá Georg, kom þessi umtalaði Greane (nafn hans er stafað með þessum óvenjulegum hætti) til Englands, og þar bar fundum þeirra saman, Margaret og hans. Það gerðist í nóvembermánuði. Allt, sem Georg hafði um þennan mann sagt, reyndist vera nákvæmlega rétt. Georg sagði Margaret, að í heilt ár samfleytt, meðan hann var enn á hinu stóra, fjarlæga meginlandi, hefði stöðugt verið eins og í sig togað, að fara til Englands, og einmitt til þess hluta borgarinnar, sem Margare't og fjölskylda hennar bjó í, þar sem hús þeirra var. En þá hafði hvorugt þeirra, hvorki Greane né Margaret,

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.