Morgunn - 01.06.1947, Blaðsíða 64
58
MORGUNN
eftir torfbænum litla, sem systkinin eiga hér. Þegar um
slikar byggingar er hér að ræða, stafar það venjulega
frá einhverjum hugljúfum minningum um hús af slíkri
gerð á jörðunni. Þú manst eftir húsinu með mörgu kvist-
unum, sem ég sagði þér einu sinni frá. Eigandi þess hafði
alltaf þráð að eiga vandað hús af þeirri gerð, en hjá ykkur
gat hann ekki fengið þessa ósk uppfyllta vegna þess að
hann var fátækur að fémunum. Nú gat hann aflað sér
efnis í það, án þess að knékrjúpa kaupmanninum um lán.
Þú manst líka eftir litla húsinu, sem „gömlu hjónin“ eiga,
sem ég hefi sagt þér frá. Þau áttu aldrei hús ykkar megin,
þau voru alltaf annarra þjónar. En þetta litla hús er senni-
lega draumur þeirra, sem gat ekki rætzt fyrr en hér. En
þótt þetta sé svona þar sem ég er oftast, býst ég við að
þetta taki allt breytingum, húsin eins og annað, eftir því
sem fegurðarsmekkurinn þroskast. Það er fljótgert að
breyta slíku hér, og maður þarf enga smiði að fá sér til
þess, það kostar ekki neitt. Þú varst að spyrja úr hverju
efni húsin væru. Allir hlutir, smáir og stórir, eiga sína
„etersamstæðu" eins og þið kallið. Hér höfum við vald á
efninu, við getum mótað það eftir því sem vit og vilji er
til. Það, sem við viljum hafa úr tré, er úr tré. Þetta er
eitt af því dásamlega við þennan heim.
Eitt af því, sem öllum framliðnum mönnum ber saman
um, er það, að börnin, sem deyja ung, vaxi og þroskist, unz
þau hafa náð blómaskeiði lífsins. Ég hefi haft sérstaklega
góða aðstöðu til þess að fylgjast með þessu atriði, því
konan mín, sem ég hefi haft samband við nú í full ellefu
ár, fór af barnsförum og barnið með henni. Það var dreng-
ur og ég hefi fylgst með þroska hans öll
Börnin vaxa. þessi ár. Ég get ekki hugsað mér, að nokkur
maður, sem hlotið hefði mína reynslu, gæti
komizt hjá því að trúa. Mér er sagt, að þess litlu börn séu
í gæzlu sérstaklega þroskaðrar veru, sem þau nefna fóstru
sína, en jafnhliða sé þeim leyft að vera mikið með móður