Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Page 79

Morgunn - 01.06.1947, Page 79
MÖRGÚNN 73 sem næst sátum, að öklinn var allur skakkur og stór hnút- ur á, enda lýsti læknirinn þessu svo. Það var eins og Mr. Edwards væri að hnoða brauð, þegar hann var að laga þetta. Hann var á skyrtunni og svitinn bogaði af honum, en drengurinn kveinkaði sér hvergi og virtist ekkert finna til, hvernig sem farið var með fótinn, og mér virtist það þó ekki mundi vera mjúk aðferð. Drengurinn stóð síðan í fótinn og læknirinn lýsti yfir, að hann virtist nú í fullu lagi, þyrfti bara að styrkja vöðvana. Ég missti nú töluna á þeim, sem lækningu fengu að nokkru eða öllu leyti. Við suma sagði Mr. Edwards, að batinn mundi halda áfram. Læknirinn skoðaði flesta sjúklingana bæði fyrir og eftir meðferðina, og gaf sína umsögn í heyranda hljóði. Fjórir hermenn í einkennisbúningi komu með mann á börum. Með mann þenna var farið í sérstakt herbergi og þangað fór Mr. Edwards og var þar góða stund, en hvaða árangur hefir af þvi orðið, er mér ókunnugt, um það var ekkert getið. Mér virtist Mr. Edwards veita hrygg sjúklinganna mesta athygli við meðferðina á hinum lömuðu. Líklega hefir það verið mænan, sem hann var að eiga við. Ég verð að segja, að ég var undrandi yfir öllu því, sem ég þarna sá og heyrði, og auðséð var, að margir sjúkling- arnir og aðstandendur þeirra voru mjög hrærðir. Ég iðraðist ekki eftir að hafa farið á þennan fund, en hurð skall nærri hælum að ég kæmist þar ekki inn. Páll G. Þormar.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.