Morgunn - 01.06.1947, Blaðsíða 34
28
MORGUNN
bæri nokkuð þunga fatatösku. Ég sá, að taskan var þakin
af miðum, sem límdir höfðu verið á hana í ýmsum lönd-
um, sem konan hafði sennilega ferðast um. Ég tók nákvæm-
lega eftir litnum á klæðnaði hennar og efninu, sem hann
var gerður úr. Konan var stórvaxin og ekki liðlega vaxin.
Augu konunnar voru sérkennileg, eiginlega ekki sérlega
falleg, en skýr og athugul og gáfuleg, en báru þó vott um
hlédrægni og feimni. Þau voru blá að lit.
Ég lýsti þessari kvenveru fyrir vinkonu minni, og sagði
við hana, að ég væri viss um, að fundum mínum mundi
síðar bera saman við þessa konu. Ég tók þetta svo alvarlega,
að ég skrifaði þetta allt í dagbók mína.
Nokkrum mánuðum síðar var mér lánuð bók til lestrar,
en svo mikiö lá á að skila henni aftur, að ég mátti ekki
hafa hana lengur en í fáeinar klukkustundir. Auk þess, að
mér féll efni bókarinnar vel í geð, fann ég á mér, að höf-
undurinn og ég myndum eiga mikið sameiginlegt. Nokkru
síðar laust þeirri hugsun niður í mig, að höfundur þessarar
bókar væri konan, sem ég hafði „séð“ við dyrnar mínar
með ferðatöskuna. Ég hefi enga hugmynd um, hvernig mér
gat komið þetta til hugar. Það var þó ekki fyrr en nokkru
eftir þetta, að mér datt í hug að skrifa höfundinum og
bjóða henni að koma til mín og vera hjá mér næturlangt.
Hún þáði boð mitt og kom, og þegar ég stóð andspænis
henni til þess að heilsa henni í viðhafnarstofunni heima
hjá mér, var þetta nákvæmlega sama konan, sem ég hafði
séð með sálrænni sjón minni svo löngu áður. Hún vakti
máls á þvi, meðan við vorum að drekka te saman, að ég
rannsakaði sig svo einkennilega og gaumgæfilega, og spurði,
hversvegna ég gerði það. Ég sótti dagbókina mína og las
henni það, sem ég hafði skrifað þar um sýnina, sem ég hafði
séð. Hinir ósýnilegu þræðir, sem leiddu okkur saman, urðu
til þess að knýta vináttu, sem ég vona að lifi lengi.
Er það einn þátturinn í ráðsályktun tilverunnar, að á-
kveðnar manneskjur verði á leið okkar og ákveðin reynsla