Morgunn - 01.06.1947, Blaðsíða 26
20
MORGUNN
Þessi frásögn Margery Bazett er athyglisverð, en miklu
ýtarlegri og í rauninni merkilegri eru frásagnir miðilsins
fræga, frú Leonard, af því, hvernig henni tókst að hjálpa
manni sínum í langvarandi banalegu hans og létta honum
viðskilnaðinn.
Tengsl lifandi manna og látinna.
1 þessum kafla bendir Margery Bazett á það, hvernig
látnir menn séu á ýmsan hátt bundnir jarðneskum hugð-
arefnum og jarðneskum vinum og geti með ýmsu móti
hjálpað þeim, veitt þeim innblástur, leiðsögn og uppörvun.
Með leyfi þeirra, sem hlut eiga að máli, tilfærir höf. ýmsar
frásagnir máli sínu til stuðnings. Hún staðhæfir, að þótt
menn séu löngu farnir af jörðunni, hafi þeir áhuga fyrir
þvi, sem þeim var kærast á jörðunni, en því til stuðn-
ings segir hún frá tveim sýnum, sem fyrir hana bar í
samkomuhúsi Kvekara. Kvekarar eru eins og kunnugt er,
gamall trúflokkur. Fyrri frásögn hennar er þessi:
„Það var á sunnudagsmorgni, að ég var að hlusta á
einn af Vinunum (en svo eru meðlimir Kvekara nefndir)
flytja innilegt og einfalt mál. Þá sá ég skyndilega standa
á bak við hann mjög háan Kvekara. Persónuleiki hans
var svo voldugur, að mér fannst hann eins og altaka allt
fólkið, sem þarna var saman komið. Hann var grannur í
andliti og veðurbarinn. Ég fékk það inn í vitundina, að í
gegn um miklar þjáningar hefði hann áunnið sé þennan
mikla styrkleika. Hann hafði bersýnilega verið þrekmenni.
Hann var í gamaldags Kvekara-búningi, og hann virtist
veita innblástur manninum, sem var að tala, en sá var
göfugmenni að skapgerð.
Ég sá þarna einnig annan Kvekara, og bar hann á höfði
hinn háa hatt, sem Kvekarar notuðu áður fyrr. Roskna
konu sá ég einnig sitja nálægt ræðumanninum. Einnig
hún var bersýnilega fyrir ævalöngu farin af jörðunni.
Yfir henni hvíldi rósemi og friður. Andrúmsloftið í þessu