Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Blaðsíða 53

Morgunn - 01.06.1947, Blaðsíða 53
MORGUNN 47 próf. Þórður Sveinsson fyrirlestur um sálfarir. Eitt með öðru, sem hann sagði á þeim fundi, var, að i hvert skipti, sem sálin yfirgæfi líkamann í lifanda lífi, sæti undirvitund mannsins hjá líkamanum og sæi um að engin truflun ætti sér stað. Þessi „sálför“ mín hefir ekki tekið langan tíma, líklega ekki nema rétt á meðan að sambýliskona mín hefir verið að hella kaffinu í bollann. Hafi þetta verið undirvitund mín, sem aðvaraði mig, þá hefir henni þótt mikið liggja við, því æði hart var kippt í mig, þegar ég var staddur í Kirkju- stræti. II. Eitt kvöld, seinna hluta ágústmánaðar 1926, lá ég í rúmi mínu, ég bjó þá á Skólavörðustíg 31. Frú Margrét Olsen var þá látin, en hún bjó þar til dauðadags, eftir að hún fluttist frá Stórólfshvoli. Ibúðina tók ég á leigu af fósturdóttur hennar. Sonur minn, sem þá var tæpra 14 ára, svaf hjá mér í rúminu, en dóttir mín, jafnaldra hans, svaf í bedda við rúmið og var höfðalag hennar við höfða- lag mitt og mynduðu rúmið og beddinn rétt horn. Þegar ég var háttaður, tók ég nýútkomið hefti af Prestafélags- ritinu og fór að lesa æfiminningu Helga sál. Hálfdánar- sonar. Þegar ég hafði lesið litla stund, lagði ég bókina frá mér og hugðist fara að sofa. Eftir litla stund verð ég þess var, að það er eins og fari um mig sterkur rafmagnsstraum- ur, og eins og ég kippist saman í hnút. Ég veit ekki fyrr til en ég er komin á fleygiferð, eitthvað út í geiminn. Mér fannst óhugnanlegt myrkur umlykja mig, en þá varð ég var við, að ég var ekki einn á ferð. Ég var öruggur, það var einhver með mér, en ekki gat ég greint þá veru, ég vissi af henni en sá hana ekki, aðallega vegna myrkursins. Hún stjómaði för minni allri, og ég varð að hlýða henni skilyrðislaust. Ekkert talaði hún við mig, en ég fann vilja hennar. Þegar að ég hafði farið, að mér fannst, óraleið,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.