Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Page 53

Morgunn - 01.06.1947, Page 53
MORGUNN 47 próf. Þórður Sveinsson fyrirlestur um sálfarir. Eitt með öðru, sem hann sagði á þeim fundi, var, að i hvert skipti, sem sálin yfirgæfi líkamann í lifanda lífi, sæti undirvitund mannsins hjá líkamanum og sæi um að engin truflun ætti sér stað. Þessi „sálför“ mín hefir ekki tekið langan tíma, líklega ekki nema rétt á meðan að sambýliskona mín hefir verið að hella kaffinu í bollann. Hafi þetta verið undirvitund mín, sem aðvaraði mig, þá hefir henni þótt mikið liggja við, því æði hart var kippt í mig, þegar ég var staddur í Kirkju- stræti. II. Eitt kvöld, seinna hluta ágústmánaðar 1926, lá ég í rúmi mínu, ég bjó þá á Skólavörðustíg 31. Frú Margrét Olsen var þá látin, en hún bjó þar til dauðadags, eftir að hún fluttist frá Stórólfshvoli. Ibúðina tók ég á leigu af fósturdóttur hennar. Sonur minn, sem þá var tæpra 14 ára, svaf hjá mér í rúminu, en dóttir mín, jafnaldra hans, svaf í bedda við rúmið og var höfðalag hennar við höfða- lag mitt og mynduðu rúmið og beddinn rétt horn. Þegar ég var háttaður, tók ég nýútkomið hefti af Prestafélags- ritinu og fór að lesa æfiminningu Helga sál. Hálfdánar- sonar. Þegar ég hafði lesið litla stund, lagði ég bókina frá mér og hugðist fara að sofa. Eftir litla stund verð ég þess var, að það er eins og fari um mig sterkur rafmagnsstraum- ur, og eins og ég kippist saman í hnút. Ég veit ekki fyrr til en ég er komin á fleygiferð, eitthvað út í geiminn. Mér fannst óhugnanlegt myrkur umlykja mig, en þá varð ég var við, að ég var ekki einn á ferð. Ég var öruggur, það var einhver með mér, en ekki gat ég greint þá veru, ég vissi af henni en sá hana ekki, aðallega vegna myrkursins. Hún stjómaði för minni allri, og ég varð að hlýða henni skilyrðislaust. Ekkert talaði hún við mig, en ég fann vilja hennar. Þegar að ég hafði farið, að mér fannst, óraleið,

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.