Morgunn - 01.06.1947, Blaðsíða 39
MORGUNN
33
stærri áætlun, sem búið er að gera, en við komumst ekki
út fyrir.“
Mér virðist frásögnin öll hin merkasta, aðeins er það
að harma, að vegna rúmleysis í hinni litlu bók Margery
Bazett getur hún ekki sagt nógu greinilega frá, hvernig
hugur hennar, eða undirvitund, starfaði, þegar hún aflaði
sér vitneskju um, hverjir myndu taka herbergin á leigu og
öllum var þá hulið, bæði þeim, sem ætluðu að fá her-
bergin og hinum, sem á endanum fluttust þangað. En þetta
var mikil hugaráreynsla.
Margery Bazett er búin að staðnæmast við bókstafinn
G. . . og er orðin viss um, að nafn hins væntanlega leigj-
anda byrji á þeim bókstaf. En þá langar hana til að vita
nafnið allt. Þá virðist sem ættarnöfn, sem byrja á bók-
stafnum G. . . þjóti hvert af öðru í gegn um vitund hennar,
unz hún staðnæmist við rétta nafnið, hvernig, sem hún
þekkir það. En hún segir sjálf, að þetta hafi kostað sig
mikla áreynslu að velja og hafna, unz það rétta var fengið.
Eins er í þessari frásögn mjög merkilegt það, sem við
kemur lækninum F. . . Margery Bazett, eða undirvitund
hennar, nær fyrst í stafinn hans, en þá hefir þessi maður
enga hugmynd um, að herbergin séu til leigu og ætlar
ekki að flytjast úr íbúðinni, sem hann býr þá í. Þó verður
það svo, að hann fréttir um herbergin tæpri viku síðar
og tekur þau þá á leigu. En það ráð ónýtist fyrir óviðráð-
anleg atvik, hann flyzt til Lundúna, deyr þar af slysi í
hinni myrkvuðu borg, og kona hans andast þar fáum vikum
síðar. Dettur okkur ekki í hug, að honum hafi ekki verið
ætlað, að æðra ráði, að búa í þessum herbergjum, þótt
undirvitund Margery Bazett skynji þá ætlun hans áður
en hann gerir hana? Hversu langt nær viljafrelsið ? Erum
við ekki hér að nálgast land mikilla leyndardóma?
Fleiri sögur segir höf. af merkilegum forspám, sem
hún hefir reynt, og þótt frásögnin sé nokkuð löng, ætla
ég að kynna yður eina:
3