Morgunn - 01.06.1947, Blaðsíða 76
70
MORGUNN
auk ræðumannsins Mr. Hitchcooks, ein kona og einhverjir
úr stjórn félagsins Marleb. Spir. Ass.
Fyrst var miðaldra kona borin upp á sviðið. Upp 6 stiga-
þrep. Hún var svo máttlaus í fótunum, og sagðist hafa
verið það í 2^ ár, að hún gat alls ekki í þá stigið, eftir
því sem hún sagði sjálf.
Eftir að Mr. Edwards hafði farið höndum um fætur
hennar á að gizka 5 mínútur, gat hún stigið í fæturna og
eftir dálitla stund, gengið um sviðið studd af honum, og
svo niður tröppurnar sex með því að Mr. Edwards héldi í
hendur hennar.
Hún var borin upp en gekk nú sjálf niður.
Næst kom önnur kona, nokkru eldri. Hún sagðist hafa
verið lömuð i 4 ár og enga bót hafa getað fengið fremur
en hin. Hún gat þó staulast áfram á hækjum, ef hún var
vel studd á sviðinu, en upp tröppurnar gat hún ekki geng-
ið. Eftir að Mr. Edwards hafði nuddað fæturna nokkra
stund, gat hún gengið óstudd um sviðið, niður tröppurnar,
fram í miðjan sal og til baka aftur til sætis síns. Hækjum-
ar lágu eftir á sviðinu og gleymdust alveg, þar lágu þær
þegar ég fór úr salnum, og voru þá flestir farnir.
Ungur maður, sem hafði verið máttfarinn í fæti í 12
ár og gekk við hækju, gekk aftur óhaltur niður af sviðinu,
en Mr. Edwards sagði honum að reyna á fótinn, því ekki
væri hægt að gefa vöðvunum fullan styrk eftir 12 ára löm-
un, nema með æfingu þeim til styrktar.
Næsti sjúklingur var stúlka, á að gizka 21 til 22 ára
gömul. Hún var með járnspengur á öðrum fæti. Stúlkan
var borin upp á sviðið, en gekk þar um eftir 8 til 10 min-
útur. Henni var einnig sagt að æfa fótinn vel.
1 næstu röð fyrir framan mig sat miðaldra maður, sem
ég hafði sérstaklega tekið eftir, því hann var svo boginn
í baki, að hann sat í hálfgerðum kút í sætinu. Hann stóð
nú upp og staulaðist upp tröppurnar hálfboginn mjög.
Þegar Mr. Edwards hafði þreifað nokkuð um bak manns-