Morgunn


Morgunn - 01.06.1947, Side 15

Morgunn - 01.06.1947, Side 15
MÖRGUNN 9 Á þessu æðra sviði vitundarlífsins eigum við að búast við fögnuði og víkkun persónuleikans, og hér er vissulega hægt að öðlast auðuga reynzlu, hér fer innblásturinn fram. Og hér er það einnig, að við komumst í kynni við æðri svið persónuleika sjálfra okkar. Þá er hið ytra lokað fyrir okkur, hið ytra umhverfi efnisheimsins, og við komumst í snerting við þær hliðar á okkar dýpra eðli, sem við öðl- umst aðgang að fyrir innsýn, hugskoðun og hugleiðslu. Dr. Osty hafði rétt að mæla, þegar hann sagði, að mann- legt líf væri eins og líf í fangelsi. . . . “ Þá bendir höf. á, að ýmsir þeir, sem annars viðurkenna möguleikann fyrir því að ná sambandi við látna menn, hafi ímugust á því að leita miðlanna, og mjög sé því haldið á lofti, að þeir séu mjög ófullkomnir menn, en hún bendir á það, að einnig séu sumir gáfaðir og lærðir menn jafn- hliða gæddir miðilshæfileikum. 1 því sambandi minnist hún á tvo vini sína, annan háskólakennara í tónlist og hinn kunnan rithöfund, og að lokum segir hún: ,,Það væri vel, ef menn gætu skilið og metið gildi þessa sjaldgæfa hæfileika . . . hann hefir verið dreginn niður í skarnið, eins og eitthvað ógeðslegt og vansæmandi, en stundum hefir hann verið hafinn upp til skýjanna, eins og hann væri undur og töfrar. En meðan margvíslegar, og að ýmsu leyti næsta fáránlegar hugmyndir hafa ríkt um þessa hæfileika, hafa menn, sem áður lifðu á jörðunni, notað þá til þess, að vitja jarðneskra manna, og þeir nota þá enn og halda áfram starfi sínu fyrir okkur, sem á jörð- unni lifum. . . En þegar opinberanir frá lífinu hinu megin hins svo- kallaða dauða hafa blindað okkur, eins og þær blinduðu Pál postula forðum, þótt aðeins hafi verið um augnabliks- stund, yfirgefur okkur aldrei aftur til fulls endurminning- in um það dásamlega undur, þann mikla veruleika. Og þótt við getum ekki, nær sem okkur lystir, brotizt inn í þetta líf hinnar ósýnilegu tilveru, getum við þó varveitt

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.