Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Page 3

Morgunn - 01.12.1951, Page 3
Ljós og skuggar spíriiismans. Eftir dr. C. A. Wickland, f. lækni í Los Angeles. Mikið af þeirri gagnrýni og spotti, sem sálarrannsókn- imar verða fyrir, er réttmæt. Andmælendur sálrænna rannsókna fullyrða, að megnið af ölum miðlafyrirbærum — sumir segja allt að níutíu af hverju hundraði fyrirbrigð- anna — sé framleitt með svikum, og að öll hin fyrir- brigðin megi skýra eftir lögmálum sálarlífsins, sem þekkt séu. Allir, sem verulega þekkingu hafa á hinum ýmsu grein- um sálarrannsóknanna, vita, að samvizkulaust fólk, sem aðeins hugsar um að gera sér málið að féþúfu og trúir ekki einu sinni sjálft á tilveru anda og andaheims, svíkur fyrirbrigðin. Meðan fjármálakreppa mikil var í Chicago fór lögfræð- ingur nokkur til miðils, sem hafði á sér misjafnt orð. Imyndaður líkamningur látinnar konu lögfræðingsins kom fram á fundinum. ,,Konan“ sagði manni sínum, að pen- ingar hans væru í hættu í bankanum, og að hann skyldi færa sér þá á næsta fundi, og hún mundi geyma þá fyr- ir hann í andaheiminum. Hún sagði honum, að hann skyldi einnig koma með gimsteinanæluna hennar, hún skyldi gæta hennar vel fyrir hann! Á næsta fundi kom lögfræðingurinn með 500 dollara og gimsteinanæluna og fékk hinni ímynduðu konu sinni til varðveizlu. Nokkuru síðar sá lögfræðingurinn konu miðilsins á götu, og sér til undrunar sá hann, að hún var með næluna. Sárgramur og vonsvikinn fór lögfræð- ingurinn rakleiðis heim til miðilsins, til þess að ná rétti 6

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.