Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Síða 4

Morgunn - 01.12.1951, Síða 4
86 MORGUNN sínum, en auðvitað var miðillinn strokinn úr borginni. Lögfræðingurinn hafði uppi á honum og lét taka hann fastan. Þegar málið kom fyrir dómstólinn, spurði dómarinn lög- fræðinginn: „Hverjum fékkstu peningana og gimsteina- næluna?“ „Konu minni“, svaraði lögfræðingurinn. „Þá verður þú að hafa uppi á konunni þinni,“ sagði dómarinn háðslega, „réttinum er slitið“. Vegna þess að líkamleg fyrirbrigði, t. d. líkamninga- fyrirbrigði, gerast oftast í myrkri eða veiku Ijósi, er auð- veldast að svíkja þau, og í sambandi við þess konar fyrir- brigði er tíðast að svikamiðlar séu afhjúpaðir. Og vegna þess, hve oft það hefur gerzt, dregur fólk, sem lítið hugsar, þær ályktanir af svikunum, sem upp komast, að öll miðlafyrirbæri séu svikin. Sálrænu fyrirbærin eru engin undantekning frá regl- unni. Svik eru alls staðar framin, á fjármálasviðinu, i trúmálum, og í öllum starfsgreinum öðrum. Samt dettur engum manni í hug, að allt sé svik, sem unnið er, menn vita, að heiðarleikinn er algengari. Þótt maður fái svik- inn pening, dettur honum ekki í hug að ætla, að allir peningar séu sviknir. Á sama hátt er fjarstæða að ætla, að öll miðlafyrirbrigði séu svikin, þótt oft hafi sannazt svik. „Sá dagur, er maðurinn lokar huga sínum, er hans andlegi dauðadagur", sagði Sir A. Conan Doyle. Herra Harry Price, forstjóri Brezku rannsóknarstof- unnar fyrir sálræn fyrirbrigði, setti fram þessa staðhæf- ingu í vikublaðinu The American Weekly: „Sennilega hef ég meiri reynslu í að kafa til botns í þessum dularfullu fyrirbærum en nokkur annar maður . .. samt hef ég leitað árangurslaust að hinu minnsta sönnunargagni fyr- ir því, að sálin, persónuleikinn, sjálfið, lifi líkamsdauð- ann. Ég hef verið að kafa til botns í þessu máli; á botni spíritismans er eitthvað, en það er ekki andar. Þótt ég hafi meiri reynslu í sálarrannsóknum en nokkur annar maður, hef ég ekki fundið snefil af sönnunum fyrir því,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.