Morgunn - 01.12.1951, Síða 4
86
MORGUNN
sínum, en auðvitað var miðillinn strokinn úr borginni.
Lögfræðingurinn hafði uppi á honum og lét taka hann
fastan.
Þegar málið kom fyrir dómstólinn, spurði dómarinn lög-
fræðinginn: „Hverjum fékkstu peningana og gimsteina-
næluna?“ „Konu minni“, svaraði lögfræðingurinn. „Þá
verður þú að hafa uppi á konunni þinni,“ sagði dómarinn
háðslega, „réttinum er slitið“.
Vegna þess að líkamleg fyrirbrigði, t. d. líkamninga-
fyrirbrigði, gerast oftast í myrkri eða veiku Ijósi, er auð-
veldast að svíkja þau, og í sambandi við þess konar fyrir-
brigði er tíðast að svikamiðlar séu afhjúpaðir. Og vegna
þess, hve oft það hefur gerzt, dregur fólk, sem lítið
hugsar, þær ályktanir af svikunum, sem upp komast,
að öll miðlafyrirbæri séu svikin.
Sálrænu fyrirbærin eru engin undantekning frá regl-
unni. Svik eru alls staðar framin, á fjármálasviðinu, i
trúmálum, og í öllum starfsgreinum öðrum. Samt dettur
engum manni í hug, að allt sé svik, sem unnið er, menn
vita, að heiðarleikinn er algengari. Þótt maður fái svik-
inn pening, dettur honum ekki í hug að ætla, að allir
peningar séu sviknir. Á sama hátt er fjarstæða að ætla,
að öll miðlafyrirbrigði séu svikin, þótt oft hafi sannazt
svik. „Sá dagur, er maðurinn lokar huga sínum, er hans
andlegi dauðadagur", sagði Sir A. Conan Doyle.
Herra Harry Price, forstjóri Brezku rannsóknarstof-
unnar fyrir sálræn fyrirbrigði, setti fram þessa staðhæf-
ingu í vikublaðinu The American Weekly: „Sennilega hef
ég meiri reynslu í að kafa til botns í þessum dularfullu
fyrirbærum en nokkur annar maður . .. samt hef ég
leitað árangurslaust að hinu minnsta sönnunargagni fyr-
ir því, að sálin, persónuleikinn, sjálfið, lifi líkamsdauð-
ann. Ég hef verið að kafa til botns í þessu máli; á botni
spíritismans er eitthvað, en það er ekki andar. Þótt ég
hafi meiri reynslu í sálarrannsóknum en nokkur annar
maður, hef ég ekki fundið snefil af sönnunum fyrir því,