Morgunn - 01.12.1951, Side 5
MORGUNN
87
að látinn maður lifi líkamsdauðann . .. engin vísindaleg
sönnun er til fyrir því, að látnir menn hafi komið aftur
og haft samband við lifandi menn, eða að nokkur dauð-
ur maður hafi yfirleitt komið aftur.“
Eftir þessa staðhæfingu sína birtir Harry Price margar
sögur af dularfullum fyrirbærum, sem ekki verða skýrð,
og hann segir frá því, hvernig hlutir hreyfðust í lokuð-
um, loftþéttum kössum, hvernig sterkt borð var af ósýni-
legu afli svo að segja brotið í spón í höndum hans o. s.
frv. Hann segir ennfremur frá athugunum sínum á ungri
stúlku, sem álitið var að haldin væri af illum anda, hann
segir að „draugurinn hafi sært stúlkuna sárum og skrám-
um, sem urðu auðsæ á likama hennar og ollu henni kvöl-
um. . . . Einnig komu fram á líkama hennar sáramerki
meðan ég og aðrir æfðir rannsóknamenn með mér
höfðum ekki af henni augun. Einu sinni komu þau
svo mörg fram á andliti hennar, að stúlkan leit út eins
og villimannastúlka, sem búin er að láta stinga hörund
sitt til fegurðarauka. Ég lét hana setjast í stól í miðju
herbergi, sem ég hafði valið til þess. Ég tók fast eftir,
hvernig hver einstakur hreyfanlegur hlutur í herberginu
stóð, og umhverfis stúlkuna lét ég sitja æfða rannsókna-
menn í sterku dagsljósi. Hún gat ekki hreyft svo mikið
sem fingur eða augnalok, án þess einhver rannsóknamann-
anna sæi. Samt fóru fyrirbrigðin óðara að gerast. Hlut-
imir fóru að hoppa um herbergið, og meira en það: járn-
bókstafur þaut úr höndunum á manni, sem var að koma
fyrir auglýsingu fyrir utan húsið, flaug inn í herbergið
og vafðist utan um hníf, sem einn rannsóknamannanna
hafði í vasa sínum."
Frá mörgu öðru segir Harry Price, en það er of langt
til að segja frá því hér. Sá, sem gagngera þekking hefur
í þessum efnum, sér ekkert leyndardómsfullt í þessum
fyrirbærum. 1 gegn um transmiðil, sem fús væri á að láta
annarlegar vitsmunaverur stjórna sér, væri auðvelt að
ganga úr skugga um, að hér eru ýmist á ferðinni andar,