Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Side 6

Morgunn - 01.12.1951, Side 6
88 MORGUNN sem hafa gaman af hrekkjabrögðum, eða andar, sem blátt áfram eru að leiða athygli vora að sér. Harry Price fullyrðir: „Ég hef séð alls konar fyrir- brigði gerast við skilyrði, sem fullnægja öllum vísinda- legum varúðarráðstöfunum gegn svikum og hvers konar skýringum eftir þekktum lögmálum náttúrunnar." Hann játar, að hann þekki ekki öflin, sem hér séu að verki, en hvernig getur hann þá fullyrt, að ekki séu hér andar að verki? Sú staðhæfing hans, að hann hafi meiri reynslu í þess- um efnum en nokkur annar maður hafi haft, er vitan- lega ekki annað en f jarstæða. Hvernig ætti hann að geta vitað, hve miklum tíma aðrir menn hafa varið til rann- sókna sinna í náttúrlegri og yfirnáttúrlegri sálarfræði, sem svo er nefnd. Sú staðhæfing hans, að engin vísinda- leg sönnun sé til fyrir því, að framliðnir menn hafi haft samband við jarðneska menn, er ekki í samræmi við stað- reyndirnar. Ekkert annað er eins vel og rækilega vott- fest í fornri og nýrri sögu kynslóðanna og það, að til eru andar og að þeir geta haft samband við oss, bæði í góðum og illum tilgangi. Hann er sjálfur haldinn af þeirri hugmynd, að andar séu ekki til, og öll viðleitni hans snýst um það eitt að sanna sitt mál. Bersýnilega er Harry Price ekki kunnugt um það, að til eru rétttrúaðar andaverur, sem gera allt, sem í valdi þeirra stendur, til þess að hindra það, að sannleikurinn um sambandið milli heimanna verði þekktur. Við þessar verur á Páll postuli, þegar hann talar í Efesusbréfinu (6,12) um „andaverur vonzkunnar í him- ingeiminum". „Enginn er eins blindur og sá, sem ekki viTl sjá“. Þetta á heima við Harry Price og rannsóknir hans, sem miða að því að afsanna staðreyndirnar í stað þess að leita með skynsemd sönnunargagnanna fyrir framhaldslífinu. Ég ætla að tilfæra hér atvik, sem gerðist á fyrstu mið- ilsárum frú Wicklands og sannar framhaldslífið. Hún átti nána vinkonu, að nafni frú Lackmund, sem átti dóttur,

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.